Þriðjudagur 28.janúar 2020
Pressan

Hryllingssögur ungra fyrirsæta – Sveltar, útgöngubann og þvingaðar til að nota tvo túrtappa í einu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Andrew E. Larsen/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgöngubann, svo lítill matur að það líður yfir þær og þær neyddar til að nota tvo túrtappa í einu þegar þær eru á blæðingum. Þetta er sumt af því sem ungar stúlkur, sem dreymir um að vera fyrirsætur, þurfa að sætta sig við þegar þær taka þátt í alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum.

Þetta kom fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins nýlega en þar var fjallað um erlendar fegurðarsamkeppnir. Í þættinum „Skønhedskontrakten“ var rætt við margar stúlkur um upplifanir þeirra í tengslum við alþjóðlegar fegurðarsamkeppnir sem Miss Danmark, sem Lisa Lents rekur, sendi þær í.

Ein þeirra er Nathalie Skals Danielsen, 23 ára. Hún tók þátt í Miss Danmark þegar hún var 17 ára. Lisa Lents bauð henni síðan að taka þátt í Miss Model of the World í Kína. Hún lét slag standa og fór til Kína en upplifunin var ekki nálægt því að vera eins og hana hafði dreymt um.

„Mér fannst að það væri farið með okkur eins og tilfinningalaust fólk. Það var farið með okkur eins og litla verkamenn.“

Sagði hún.

Þegar hún kom til Kína var vegabréfið tekið af henni sem og önnur skilríki og peningar. Hún og aðrir þátttakendur máttu ekki yfirgefa hótelið og unnu frá sjö á morgnana til eitt á nóttinni. Það leið yfir margar stúlknanna því þær voru svo þreyttar og hungraðar sagði Nathalie. Hún sagði Lisa Lents að henni liða illa og vildi fara heim en fékk bara það svar að hún vissi hvernig aðstæðurnar væru og að Nathalie yrði bara að bíta á jaxlinn.

Cecilie Dissing, 21 árs, hafði svipaða sögu að segja en hún tók þátt þegar hún var 19 ára. Lisa Lents sendi hana þá til þátttöku í Miss Continental á Ítalíu. Þar þurfti hún að vinna allan sólarhringinn og fékk næstum ekkert að borað. Stúlkurnar fengu bara að fara á klósettið einu til tvisar sinnum á dag. Þær þurftu síðan gera eitt og annað sem gengur þvert á yfirlýstar grunnhugmyndir Miss Danmark um jómfrúarlega ímynd og góðgerðarmál.

„Þetta var í hreinskilni sagt frekar líkt klámi.“

Sagði hún. Hún þurfti meðal annars að ganga um sviðið í svo stuttum kjólum að þeir sem sátu fremst sáu upp undir þá. Keppendum var einnig sagt að snerta afturenda hinna keppendanna á sviðinu. Ef stúlkurnar voru á blæðingum var þeim sagt að „redda því“ og ef það tókst ekki áttu þær að setja tvo túrtappa upp í leggöngin.

„Manni finnst maður bara vera kjötstykki sem er kastað þarna upp og svo áttu bara að standa þar og líta vel út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést
Pressan
Í gær

Farþegaflugvél með 83 um borð brotlenti í morgun

Farþegaflugvél með 83 um borð brotlenti í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar hyggjast banna einnota plast

Kínverjar hyggjast banna einnota plast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð
Pressan
Fyrir 3 dögum

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína