fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Jólaauglýsing frá lítilli verslun slær í gegn – Aðalpersónan bræðir hjörtu fólks

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hefur þróunin verið sú að sífellt fleiri kaupa jólagjafir í netverslunum en það þýðir ekki að hinn rómantíski draumur um jólagjafainnkaup í lítilli verslun, í fjölskyldueigu, við skreytta götu sé algjörlega horfinn af sjónarsviðinu.

Að minnsta kosti ekki á YouTube. Frá því í byrjun mánaðarins hefur auglýsing frá versluninni Harfod Hardware í bænum Rhayader í Wales vakið mikla athygli á YouTube en þetta er lítil verslun sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í þrjá ættliði.

Auglýsingin hefur glatt fjölda manns en áhorf á hana eru komin yfir tvær milljónir. Í aðalhlutverki er Arthur Jones, tveggja ára, sem verður hugsanlega fjórði ættliðurinn til að reka verslunina. Barnsleg gleði einkennir myndbandið og eflaust er það það sem svo mörgum áhorfendum fellur svo vel.

Tom Jones, faðir Arthur, segir að sonurinn hafi staðið sig frábærlega við gerð myndbandsins sem hafi nú aðallega verið gert til gamans enda hafi framleiðsla þess ekki kostað nema sem svarar til um 15.000 íslenskra króna. En þrátt fyrir ódýra framleiðslu hefur það slegið í gegn og jafnvel skákað jólaauglýsingum stórfyrirtækja.

Hér ætlum við ekki að ljóstra meiru upp um myndbandið en hvetjum fólk bara til að gefa sér smástund til að horfa á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“