fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Pressan

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 07:59

Gamlárskvöld í Sydney. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á gamlárskvöld eru Ástralir meðal fyrstu þjóða heims til að fagna nýju ári enda landið framarlega í tímabeltaröðinni. Af þeim sökum fara myndir af hinni stóru flugeldasýningu í Sydney sigurför um heiminn á meðan við hin bíðum eftir að nýja árið gangi í garð.

En eins og flestir vita eflaust þá hafa miklir gróðureldar herjað á landið undanfarnar vikur og af þeim sökum vilja margir að peningarnir, sem á að nota í flugeldasýninguna, verði notaðir í skynsamlegri hluti. Um 120.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun um þetta á change.org. Vill fólkið að peningarnir verði frekar notaðir til að styðja við bakið á bændum og slökkviliðsmönnum. Hér er ekki um neina smáaura að ræða því sýningin í Sydney kostar sem svarar til um 500 milljóna íslenskra króna.

Almenningur má ekki skjóta upp flugeldum í Ástralíu og því er flugeldasýningin í Sydney sérstaklega glæsileg ár hvert. Hún laðar líka fjölda ferðamanna til landsins. Clover Moore, borgarstjóri, vill ekki blása sýninguna af en hefur lofað að nota tækifærið til að safna peningum til neyðaraðstoðar við þá sem hafa farið illa út úr þurrkum og eldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór í 24 kórónuveirusýnatökur á 14 dögum

Fór í 24 kórónuveirusýnatökur á 14 dögum
Í gær

Friðjón með risalax í Stóru Laxá

Friðjón með risalax í Stóru Laxá
Pressan
Í gær

Slæmar fréttir fyrir Harry og Meghan – Raunveruleikinn blasir við

Slæmar fréttir fyrir Harry og Meghan – Raunveruleikinn blasir við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hollenska ríkisstjórnin óttast 5.000 ný kórónuveirusmit daglega

Hollenska ríkisstjórnin óttast 5.000 ný kórónuveirusmit daglega
Fyrir 2 dögum

Gæsaveiðin gengur víða ágætlega

Gæsaveiðin gengur víða ágætlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um Estonia geta kollvarpað öllu sem hefur komið fram um orsakir slyssins

Nýjar upplýsingar um Estonia geta kollvarpað öllu sem hefur komið fram um orsakir slyssins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hefur ekki greitt skatta sem neinu nemur síðustu 15 ár – „Hann lýgur, svindlar og stelur“

Trump hefur ekki greitt skatta sem neinu nemur síðustu 15 ár – „Hann lýgur, svindlar og stelur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitin að lífi utan jarðarinnar – Frá Venusi til ytri marka sólkerfisins

Leitin að lífi utan jarðarinnar – Frá Venusi til ytri marka sólkerfisins