Þriðjudagur 28.janúar 2020
Pressan

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 07:59

Gamlárskvöld í Sydney. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á gamlárskvöld eru Ástralir meðal fyrstu þjóða heims til að fagna nýju ári enda landið framarlega í tímabeltaröðinni. Af þeim sökum fara myndir af hinni stóru flugeldasýningu í Sydney sigurför um heiminn á meðan við hin bíðum eftir að nýja árið gangi í garð.

En eins og flestir vita eflaust þá hafa miklir gróðureldar herjað á landið undanfarnar vikur og af þeim sökum vilja margir að peningarnir, sem á að nota í flugeldasýninguna, verði notaðir í skynsamlegri hluti. Um 120.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun um þetta á change.org. Vill fólkið að peningarnir verði frekar notaðir til að styðja við bakið á bændum og slökkviliðsmönnum. Hér er ekki um neina smáaura að ræða því sýningin í Sydney kostar sem svarar til um 500 milljóna íslenskra króna.

Almenningur má ekki skjóta upp flugeldum í Ástralíu og því er flugeldasýningin í Sydney sérstaklega glæsileg ár hvert. Hún laðar líka fjölda ferðamanna til landsins. Clover Moore, borgarstjóri, vill ekki blása sýninguna af en hefur lofað að nota tækifærið til að safna peningum til neyðaraðstoðar við þá sem hafa farið illa út úr þurrkum og eldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést
Pressan
Í gær

Farþegaflugvél með 83 um borð brotlenti í morgun

Farþegaflugvél með 83 um borð brotlenti í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar hyggjast banna einnota plast

Kínverjar hyggjast banna einnota plast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð
Pressan
Fyrir 3 dögum

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína