fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Pressan

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 21:00

DNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur vísindamaður, He Jianku, vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hann tilkynnti að honum hefði tekist að búa til fyrstu börnin með breyttu erfðaefni. Hann sagðist hafa breytt erfðaefni þeirra þegar börnin, tvíburar, voru enn á fósturstigi til að gera þau ónæm fyrir HIV-veirunni.

Frá byrjun var margt óljóst í tengslum við þessar fullyrðingar hans því niðurstöður rannsóknar hans voru ekki birtar. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið gegn siðferðisreglum vísindamanna og að hafa brotið gegn kínverskum lögum.

Nú er búið að birta niðurstöður rannsóknar Jiankui í MIT Technology Review sem fékk hana senda en þó ekki frá höfundinum sjálfum. Sérfræðingar, sem vísindaritið ræddi við, segja að niðurstöðurnar sýni að Jiankui hafi alls ekki náð upphaflegu markmiði sínu um að gera börnin ónæm fyrir HIV.

Sérfræðingarnir segja að þess í stað hafi honum tekist að gera margar stökkbreytingar á erfðaefnum barnanna og ekki sé enn hægt að sjá fyrir hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir þau.

Smáhluti af mannkyninu er með stökkbreytta útgáfu af geninu CCR5 en þessi stökkbreyting gerir að verkum að fólkið getur ekki smitast af HIV-veirunni. Það var þessi stökkbreyting sem Jianku ætlaði að ná fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankað á ranga hurð – Slapp við keppnisbann

Bankað á ranga hurð – Slapp við keppnisbann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki í eigu Bandidos-glæpamanna fór á hausinn – Fékk styrk frá ríkinu

Fyrirtæki í eigu Bandidos-glæpamanna fór á hausinn – Fékk styrk frá ríkinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá

Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kórónuveirusmitað belgískt heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna áfram þrátt fyrir smit

Kórónuveirusmitað belgískt heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna áfram þrátt fyrir smit