fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

David Attenborough segir „of seint“ að stöðva loftslagsbreytingarnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 21:00

David Attenborough

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsþekkti sjónvarpsmaður og umhverfisverndarsinni Sir David Attenborough segir að „of seint“ sé að stöðva loftslagsbreytingarnar, þróuninni verði ekki snúið við úr þessu. Hann varar einnig við miklum óróleika og mótmælum almennings ef ekkert verður að gert til að bregðast við vandanum.

Þetta sagði hann í samtali við Channel 4 News. Hann sagði jafnframt að „það besta sem við getum vonast eftir er að hægja á breytingunum og það mikið“.

Þegar þáttastjórnandinn bar upp spurningu frá 11 ára barni sem hafði sent þættinum bréf og spurt hvað væri það versta sem gæti gerst í lífi þess ef „ekki verður tekist á við loftslagsbreytingarnar“ svaraði Attenborough:

„Ég held að það verði umfangsmikil almenn mótmæli og óróleiki og miklir fólksflutningar. Ég held að við munum finna nægilega fæðu en það gæti þó orðið eitthvað annað en nákvæmlega það sem við myndum helst kjósa.“

Hann sagði jafnframt að erfitt væri að sjá stjórnmálamenn væru að gera eitthvað af alvöru í málunum. Hann gagnrýndi Boris Johnson, forsætisráðherra, fyrir að taka ekki þátt í kappræðum stjórnmálaleiðtoga um loftslagsmál í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás