fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hún hefur veitt 50 rottur með einfaldri aðferð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. nóvember 2019 19:00

Ætli þessi hafi borða of mikið kannabis?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar haustar fara rottur að leita inn í hús enda verður líf þeirra mun erfiðara þegar kólna tekur og minna um æti. Það er enginn fögnuður að fá rottur inn í hús enda skaðvaldar og einnig geta þær borið með sér margskonar óværur.

Í nýlegri umfjöllun Fyens Stifttidende um rottur og hvernig sé best að veiða þær hefur svar Lone Clemmensen vakið einna mesta athygli. Hún hefur veitt um 50 rottur með einfaldri aðferð. Hún notar bara venjulegar rottugildrur og fyllir þær með Nutella eða einhverju álíka. Þetta geta rotturnar ekki staðist segir hún og það sama á við um mýs. Hún hefur veitt um 50 rottur á undanförnum tveimur árum með þessari aðferð.

Einnig kemur fram að það sé gott að nota ýmislegt annað og sérstaklega er rotturnar hafa áður komist á bragðið með viðkomandi æti. Á heimilum er að sögn sérfræðinga gott að setja rúsínur í rottu- og músagildrur því þær gefi frá sér sæta lykt sem dýrin sækja í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“