Laugardagur 07.desember 2019
Pressan

Starbucks opnar nýja verslun – Þar áttu ekki að panta kaffi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 07:02

Starbucks. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starbucks, sem er stærsta kaffihúsakeðja heims, hefur kynnt til sögunnar nýja tegund kaffihúsa. Þessum kaffihúsum er ætlað að mæta þörfum þeirra sem eiga mjög annríkt. Viðskiptavinir eiga ekki að panta kaffi í þeim eins og venjan er á kaffihúsum keðjunnar. Þeir eiga bara að sækja kaffið sitt þangað. Áður hafa þeir pantað kaffið í gegnum app.

CNN skýrir frá þessu. Fyrsta verslunin af þessari gerð opnaði á þriðjudaginn í New York nærri Penn Station neðanjarðarlestarstöðinni. Nýju verslanirnar heita „Starbucks Pick-Up“.

Talskona fyrirtækisins sagði að viðskiptavinir muni njóta „hentugleika og þæginda“ í verslununum sem séu sérstaklega hannaðar til að uppfylla þessi atriði. Hún sagði að verslunin eigi einnig að vera „fyrirsjáanleg og auðveld“ fyrir viðskiptavini sem hafi þörf fyrir að geta sótt mat og drykk hratt í annríki dagsins.

Nýja verslunin er um 300 fermetrar að stærð en það er töluvert minna en hefðbundnar Starbucks verslanir sem eru um 550 fermetrar. Það eru engin borð eða stólar í henni enda er lagt upp með að viðskiptavinir fari þegar þeir hafa fengið kaffið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Pressan
Í gær

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann
Pressan
Í gær

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi
Pressan
Í gær

Var á atvinnuleysisbótum – Varð milljónamæringur á 10 dögum

Var á atvinnuleysisbótum – Varð milljónamæringur á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknirinn á 20 ára fangelsi yfir höfði sér

Læknirinn á 20 ára fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bauð milljónir fyrir upplýsingar um morðingjann – Nú hefur hún sjálf verið handtekin

Bauð milljónir fyrir upplýsingar um morðingjann – Nú hefur hún sjálf verið handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pókerspilari dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir svindl

Pókerspilari dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir svindl