Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Pressan

Sjómaður á humarveiðum fékk óvenjulegan afla – Sjáðu myndina

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómaður sem var á humarveiðum úti fyrir ströndum Maine í Bandaríkjunum fékk heldur óvenjulegan afla um borð á dögunum. Maðurinn, Ren Dorr, var staddur um átta kílómetra frá landi þegar hann varð var við eitthvað sem buslaði í sjónum.

Þegar betur var að gáð reyndist vera um að ræða lifandi hreindýr sem virðist hafa villst eitthvað af leið. Um var að ræða kálf og brugðust Ren og félagar hans um borð skjótt við og komu kálfinum um borð í bátinn.

Ljóst er að ekki mátti miklu muna að kálfurinn dræpist, enda var hann orðinn nokkuð þrekaður eftir volkið. Kálfurinn var hinn rólegasti þegar um borð var komið og hélt sig til hlés eins og myndin hér að neðan ber með sér. Kálfinum var komið í land við Harrington um hálftíma síðar – frelsinu eflaust feginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim
Pressan
Í gær

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar