Laugardagur 28.mars 2020
Pressan

Ódýr ákvörðun hjá Twitter getur reynst Facebook dýrkeypt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sívaxandi áhyggjur af dreifingu á fölskum og upplognum pólitískum áróðri á samfélagsmiðlum varð til þess í síðustu viku að Jack Dorsey, forstjóri Twitter, ákvað að banna birtingu slíkra auglýsinga á miðlinum og nær bannið til alls heimsins. Þetta var ódýr ákvörðun fyrir Twitter en gæti reynst Facebook ansi dýr.

Ef það var markmið Dorsey að valda Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, höfuðverk í síðustu viku þá var þessi ákvörðun hans vel til þess fallinn. Hann tilkynnti að frá 22. nóvember muni Twitter ekki leyfa birtingu á pólitískum auglýsingum, hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar.

„Það er ekki trúverðugt fyrir okkur að segja að við leggjum hart að okkur við að stöðva fólk í að misnota kerfið okkar til að dreifa röngum upplýsingum en á sama tíma geti fólk borgað okkur fyrir að beina pólitískum auglýsingum að ákveðnum hópum og geti þá sagt það sem því sýnist.“

Sagði Dorsey í langri Twitterfærslu. Hann varaði einnig við hættunni sem lýðræðinu stafa af markvissum auglýsingum á samfélagsmiðlum.

Hann nefndi Facebook ekki einu orði en það er erfitt að skilja orð hans öðruvísi en svo að hann sé að vísa til fyrirtækisins. Þetta hefur aukið þrýstingin á Zuckerberg í yfirstandandi deilum og átökum um áhrif þessara tveggja samfélagsmiðlarisa á bandarísk stjórnmál.  Zucekerberg hefur verið í miklum mótvindi síðustu tvær vikur eftir að hann sagði að Facebook myndi ekki staðreyndakanna þær pólitísku auglýsingar sem birtar eru á miðlinum en það er gert við allt annað álíka efni. Þetta þýðir einfaldlega að fyrirtækið getur grætt peninga á að birta auglýsingar sem byggja augljóslega á lygum eða eru misvísandi.

Donald Trump, forseti, hefur nú þegar nýtt sér þetta og birt auglýsingu með óstaðfestum ásökunum í garð Joe Biden fyrrum varaforseta. Facebook neitaði að fjarlægja auglýsinguna þegar kosningastjórar Biden fóru fram á það. Zuckeberg hefur fært þau rök fram að einkafyrirtæki eigi ekki að setja sig í dómarasæti um hvaða stjórnmálamenn eigi að ritskoða. Hann kom fyrir þingnefnd í Washington nýlega þar sem hann sagði meðal annars að Facebook telji mikilvægt að í lýðræðisríkjum geti fólk sjálft dæmt stjórnmálamenn út frá því sem þeir segja.

Gagnrýnendur segja að Zuckerberg hafi ekki lært af hneykslinu í tengslum við forsetakosningarnar 2016 en þá var Facebook í aðalhlutverki í leynilegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda til að snúa kosningunum Trump í vil. Það mun því verða aukinn þrýstingur á Facebook að breyta afstöðu sinni en hvort svo fer er erfitt að segja til um enda miklir fjárhagslegir hagsmunir undir.

Þetta var í raun ódýr ákvörðun hjá Twitter því fyrirtækið hefur ekki haft nærri því eins miklar tekjur af pólitískum auglýsingum og Facebook. Repúblikanar og demókratar eyða til dæmis um einni milljón dollara á viku í birtingu á auglýsingum á Facebook. Auglýsingum sem er markvisst beint að ákveðnum hópum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Gott að komast aðeins út að veiða

Gott að komast aðeins út að veiða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur læknir telur sig hafa fundið lækningu við COVID-19

Umdeildur læknir telur sig hafa fundið lækningu við COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forseti Brasilíu telur að COVID-19 faraldurinn sé „lítil inflúensa“

Forseti Brasilíu telur að COVID-19 faraldurinn sé „lítil inflúensa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns