fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Látin kona kemur á óvart – Getur þetta verið rétt?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 06:00

Tölvugerð mynd af andliti konunnar. Mynd:National Geographic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru ekki allir stríðsmenn víkinga með sítt hár og skegg. Sumir þeirra voru meira að segja þannig úr garði gerðir að þeir gátu gengið með og fætt börn. Þetta telja breskir vísindamenn sig hafa sannað með því að endurgera andlit norskrar konu sem var grafin fyrir rúmlega 1.000 árum.

The Guardian skýrir frá þessu. Lík konunnar var grafið úr jörðu fyrir löngu síðan og er nú á Kulturhistorisk safninu í Osló. Engum datt í hug að hún hefði verið stríðsmaður. Ella Al-Shamahi, sem vann að rannsókninni, undrast þetta þar sem konan var grafin með ör, skjöld, sverð, spjót og exi hjá sér.

Þegar vísindamennirnir rannsökuðu höfuðkúpu hennar kom í ljós að hún var með dæld í enninu sem minnir á áverka eftir sverð. Hugsanlega hefur höggið, sem hún fékk, orðið henni að bana. Al-Shamahi er því sannfærð um að konan hafi verið stríðsmaður og telur að þetta hafi ekki verið staðfest til þess vegna þess að um konu er að ræða.

Andlit hennar var endurgert með nýjustu tækni. Caroline Erolin, hjá Dundee háskóla, sem vann við endurgerð andlitsins segir að slík endurgerð verði aldrei fullkomin en svo mikillar nákvæmni hafi verið gætt í þessu máli að ættingjar konunnar myndu þekkja hana ef þeim væri sýnd mynd af henni.

National Geographic sýnir í desember þáttinn „Viking Warrior Women“, þar sem hægt er að fylgjast með rannsókninni og endurgerð andlitsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn versnar staðan hjá Andrew prins – „Ég sá hann dansa við unga stúlku alla nóttina“

Enn versnar staðan hjá Andrew prins – „Ég sá hann dansa við unga stúlku alla nóttina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar