Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Pressan

Fanginn fékk lífstíðardóm: Segist hafa dáið árið 2015 og vill frelsi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi einn í Iowa í Bandaríkjunum, Benjamin Schreiber, var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn fyrir morð árið 1997. Benjamin berst nú fyrir frelsi því hann vill meina að hann sé búinn að afplána dóminn. Hann hafi nefnilega dáið árið 2015.

Málið er allt hið undarlegasta en í frétt Washington Post kemur fram að Schreiber hafi fengið nýrnasteina í mars 2015. Veikindin ágerðust og fékk hann alvarlega blóðsýkingu í kjölfarið.

Þess er getið að áður en þetta gerðist hafði Schreiber látið í ljós þá skoðun sína að ekki ætti að endurlífga hann ef hann færi í hjartastopp. Hafði hann skrifað undir pappíra þess efnis. Það er skemmst frá því að segja að Shcreiber var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús nokkru síðar. Hann fór í hjartastopp – fimm sinnum í það heila – en var ávallt endurlífgaður, meðal annars með adrenalíni.

Í apríl 2018 fór Schreiber formlega fram á það að verða leystur úr haldi. Hjarta hans hefði jú stöðvast þremur árum áður og tæknilega séð hefði hann dáið. Undirréttur í Iowa hafnaði beiðni hans og áfrýjunarréttur staðfesti þann úrskurð á miðvikudag. Í úrskurðinum segir að Schreiber sé enn á lífi og hann þurfi að dúsa í fangelsi þar til hann raunverulega deyr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hvarf sporlaust fyrir 30 árum þegar hún var að viðra hundinn – 29 árum síðar greip vinnufélagi til sinna ráða

Hvarf sporlaust fyrir 30 árum þegar hún var að viðra hundinn – 29 árum síðar greip vinnufélagi til sinna ráða
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt nauðgunarmál vekur óhug Dana – Kennari nauðgaði 13 ára nemanda sínum ítrekað og hótaði að myrða fjölskyldu hennar

Óhugnanlegt nauðgunarmál vekur óhug Dana – Kennari nauðgaði 13 ára nemanda sínum ítrekað og hótaði að myrða fjölskyldu hennar
Pressan
Í gær

Neyðarástandi lýst yfir á Samóa vegna mislingafaraldurs

Neyðarástandi lýst yfir á Samóa vegna mislingafaraldurs
Pressan
Í gær

Óttast enn meiri hörmungar vegna gróðureldanna í Ástralíu – Enn hlýrra og þurrara veður í vændum

Óttast enn meiri hörmungar vegna gróðureldanna í Ástralíu – Enn hlýrra og þurrara veður í vændum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum