Laugardagur 22.febrúar 2020
Pressan

Fanginn fékk lífstíðardóm: Segist hafa dáið árið 2015 og vill frelsi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi einn í Iowa í Bandaríkjunum, Benjamin Schreiber, var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn fyrir morð árið 1997. Benjamin berst nú fyrir frelsi því hann vill meina að hann sé búinn að afplána dóminn. Hann hafi nefnilega dáið árið 2015.

Málið er allt hið undarlegasta en í frétt Washington Post kemur fram að Schreiber hafi fengið nýrnasteina í mars 2015. Veikindin ágerðust og fékk hann alvarlega blóðsýkingu í kjölfarið.

Þess er getið að áður en þetta gerðist hafði Schreiber látið í ljós þá skoðun sína að ekki ætti að endurlífga hann ef hann færi í hjartastopp. Hafði hann skrifað undir pappíra þess efnis. Það er skemmst frá því að segja að Shcreiber var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús nokkru síðar. Hann fór í hjartastopp – fimm sinnum í það heila – en var ávallt endurlífgaður, meðal annars með adrenalíni.

Í apríl 2018 fór Schreiber formlega fram á það að verða leystur úr haldi. Hjarta hans hefði jú stöðvast þremur árum áður og tæknilega séð hefði hann dáið. Undirréttur í Iowa hafnaði beiðni hans og áfrýjunarréttur staðfesti þann úrskurð á miðvikudag. Í úrskurðinum segir að Schreiber sé enn á lífi og hann þurfi að dúsa í fangelsi þar til hann raunverulega deyr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Örmagna í verkfalli
Pressan
Í gær

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórða hvert 11 og 12 ára barn hefur horft á klám

Fjórða hvert 11 og 12 ára barn hefur horft á klám
Pressan
Fyrir 2 dögum

 Fangi á dauðadeild fær stuðning úr óvæntri átt

 Fangi á dauðadeild fær stuðning úr óvæntri átt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns