Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Pressan

Vísuðu dæmdum leiðtoga glæpagengis úr landi – Nú er hann kominn aftur og hefur sótt um hæli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan og yfirvöld í Bremen í Þýskalandi sitja nú uppi með erfitt og snúið mál sem þarf að takast á við. Það snýst um Ibrahim Miri sem var vísað úr landi í sumar og sendur til Líbanon. En nú er hann snúinn aftur og hefur sótt um hæli. Hann var handtekinn og kærður fyrir að hafa komið ólöglega til landsins enda búið að vísa honum úr landi og honum bannað að koma aftur.

Miri er þekktur leiðtogi glæpagengis í Bremen og hefur hlotið fjölmarga dóma fyrir ýmis afbrot. Það voru einmitt þessi afbrot og dómar sem urðu til þess að honum var vísað úr landi. Weser Kurier segir að yfirvöld hafi staðfest að Miri sé kominn aftur og hafi verið handtekinn.

Hann var handtekinn fyrir nokkrum dögum á skrifstofu útlendingaeftirlitsins í Bremen Nord hverfinu í Bremen. Þangað var þessi 46 ára glæpaforingi kominn til að sækja um hæli. Hann segir að herskáir sjítar ógni öryggi hans og velferð í Líbanon.

Talið er að hann hafi komið til Þýskalands nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Hann var hvorki með vegabréf né vegabréfsáritun.

Sakaskrá hans er ansi löng. Hann hefur meðal annars hlotið dóma fyrir skipulögð fíkniefnaviðskipti og um hríð var hann leiðtogi Bremendeildar skipulögðu glæpasamtakanna Gremiums, sem eru starfrækt undir því yfirskini að um mótorhjólaklúbb sé að ræða. Á valdatíma Miri í klúbbnum skýrðu þýskir fjölmiðlar frá því að aðeins einn eða tveir meðlimir ættu mótorhjól. Miri var dæmdur í sex ára fangelsi 2014 fyrir fíkniefnabrot en var látinn laus til reynslu 2018.

Þýsk yfirvöld telja að hann hafi árum saman verið leiðtogi Miri-gengisins sem voru samtöku um 3.000 afbrotamanna.

Miri er ríkisfangslaus Palestínumaður sem kom til Þýskalands 13 ára að aldri á miðjum níunda áratugnum.

Þýsk yfirvöld höfðu árum saman reynt að koma honum úr landi en það tókst ekki fyrr en í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír
Pressan
Í gær

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sögutúlkun í sænskum sjónvarpsþætti veldur úlfúð

Sögutúlkun í sænskum sjónvarpsþætti veldur úlfúð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Draugaskip rak á strendur Írlands

Draugaskip rak á strendur Írlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturla segir íslenska karlmenn vera með stærstu typpin í Evrópu

Sturla segir íslenska karlmenn vera með stærstu typpin í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginmanni Anne-Elisabeth var hótað af mannræningjunum – Fór gegn ráðum lögreglunnar

Eiginmanni Anne-Elisabeth var hótað af mannræningjunum – Fór gegn ráðum lögreglunnar