Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Pressan

Það getur verið ábatasamt að skrifa glæpasögur – Auður hans er kominn í 3,6 milljarða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 07:02

Jo Nesbø. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski glæpasagnahöfundurinn Jo Nesbø gerir það gott og bækur hans rokseljast víða um heim. Á síðasta ári þénaði hann sem nemur um 550 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að auður hans er nú kominn yfir sem svarar til 3,6 milljarða íslenskra króna.

Margir kannast eflaust við bækur Nesbø og þá sérstaklega bækurnar um lögreglumanninn Harry Hole. Það eru einmitt bækurnar um Hole sem rokseljast og valda þessu mikla peningastreymi inn á reikning Nesbø.

Dagens Næringsliv skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið endursögn á Macbeth eftir Shakespear sem stendur á bak við stóran hluta af innkomu síðasta árs en Nesbø gaf ekki út nýja bók um Harry Hole á síðasta ári.

Macbeth hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og var prentuð í 110.000 eintökum í upphafi. Til samanburðar má nefna að fyrsta prentun af síðustu bókinni um Harry Hole var í 200.000 eintökum.

Nesbø er kannski svolítið óvenjulegur rithöfundur því hann var áður knattspyrnumaður, verðbréfamiðlari og poppstjarna. En hann hefur svo sannarlega fundið sig sem rithöfundur en bækur hans hafa selst í rúmlega 40 milljónum eintaka og hafa verið þýddar á rúmlega 50 tungumál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hvarf sporlaust fyrir 30 árum þegar hún var að viðra hundinn – 29 árum síðar greip vinnufélagi til sinna ráða

Hvarf sporlaust fyrir 30 árum þegar hún var að viðra hundinn – 29 árum síðar greip vinnufélagi til sinna ráða
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt nauðgunarmál vekur óhug Dana – Kennari nauðgaði 13 ára nemanda sínum ítrekað og hótaði að myrða fjölskyldu hennar

Óhugnanlegt nauðgunarmál vekur óhug Dana – Kennari nauðgaði 13 ára nemanda sínum ítrekað og hótaði að myrða fjölskyldu hennar
Pressan
Í gær

Neyðarástandi lýst yfir á Samóa vegna mislingafaraldurs

Neyðarástandi lýst yfir á Samóa vegna mislingafaraldurs
Pressan
Í gær

Óttast enn meiri hörmungar vegna gróðureldanna í Ástralíu – Enn hlýrra og þurrara veður í vændum

Óttast enn meiri hörmungar vegna gróðureldanna í Ástralíu – Enn hlýrra og þurrara veður í vændum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum