Laugardagur 22.febrúar 2020
Pressan

Svona fer dópið illa með fólk: Þessi stúlka var nær dauða en lífi fyrir tveimur árum

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fimm ára kona, Jamee Valet, birti á dögunum sláandi myndir sem sýna glöggt afleiðingar neyslu harðra fíkniefna og ekki síður að fólk getur náð góðum bata þrátt fyrir langvarandi neyslu.

Jamee sagði sögu sína nýlega á Facebook-síðunni The Addicts Diary, en tvö ár eru síðan hún fór í meðferð. Jameem sem er frá Oregon, var ung að árum þegar hún ánetjaðist fíkniefnum og neytti hún efna á borð við heróín og metamfetamín daglega.

Sem fyrr segir er Jamee búin að vera edrú í tvö ár og hefur hún nú lokið svokölluðu GED-prófi sem jafngildir stúdentsprófi í bandarísku menntakerfi. Jamee sagði að markmiðið með færslunni væri að varpa ljósi á að fíklar geta náð bata jafnvel þó þeir séu langt leiddir.

Fyrri myndin var tekin árið 2017 en seinni myndin var tekin í júlí í sumar þegar hún útskrifaðist úr náminu. Í viðtali við Mail Online segist Jamee hafa byrjað að reykja kannabisefni þrettán ára og að æska hennar hafi einkennst af áföllum og erfiðleikum. Fimmtán ára ánetjaðist hún sterkum lyfseðilsskyldum lyfjum og sautján ára var henni nauðgað af tveimur mönnum kvöld eitt. Örfáum mánuðum síðar prófaði hún heróín og metamfetamín og eftir það var ekki aftur snúið.

Til að fjármagna neysluna leiddist Jamee út á braut afbrota; hún braust inn í hús og stal einnig peningum af ömmu sinni. Hún var að lokum dæmd í fangelsi en í steininum fékk hún svo slæm fráhvarfseinkenni að hún reyndi að svipta sig lífi. Eftir að hafa setið inni um skamma hríð hét Jamee því að prófa fíkniefni aldrei aftur, en ekki leið á löngu þar til hún byrjaði aftur í neyslu.

Til að gera langa sögu stutta fór Jamee í langa meðferð fyrir tveimur árum; meðferð sem í það heila stóð yfir í eitt ár. Þar kynntist hún núverandi kærasta sínum, Jake, og hafa þau staðið saman í gegnum súrt og sætt. Ferlið hefur ekki alltaf verið auðvelt en Jamee er staðráðin í að halda sig á réttri braut.

„Alveg sama hversu langt niðri þú ert, þá skaltu muna það að lífið verður betra. Það er undir þér komið að gera það betra,“ segir hún í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“
Pressan
Í gær

Fjórða hvert 11 og 12 ára barn hefur horft á klám

Fjórða hvert 11 og 12 ára barn hefur horft á klám
Pressan
Fyrir 2 dögum

 Fangi á dauðadeild fær stuðning úr óvæntri átt

 Fangi á dauðadeild fær stuðning úr óvæntri átt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns