fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Sólarferð vinkvenna breyttist í martröð – Þessu þurfa ferðamenn að passa sig á

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólarfrí ungra vinkvenna til paradísarinnar Balí í Indónesíu breyttist í martröð strax fyrsta kvöldið eftir komuna þangað.

Brianna Scott og Katie Linane, báðar 21 árs og búsettar í Ballarat í Ástralíu, fóru í 10 daga frí til Indónesíu í lok október og ætluðu þær að skemmta sér konunglega. Ferðin fór þó í ræsið að hluta til strax fyrsta kvöldið eftir að vinkonurnar pöntuðu sér dularfullan melónukokteil á bar einum í Seminyak.

Töldu þetta vera þynnku

Brianna og Katie fóru heim klukkan 11 þetta kvöld en nokkrum klukkustundum síðar fór að bera á mikilli vanlíðan hjá þeim. „Við héldum að þetta væri hræðileg þynnka en okkur svimaði, sjónin hjá Katie var þokukennd og sjálf sá ég ekki mikið. Ég sá bara stjörnur og velti fyrir mér hvort þetta væri hitaslag,“ segir Brianna við News.co.au.

Síðar kom í ljós að ekki var um þynnku eða hitaslag að ræða heldur mátti rekja einkennin til eitraðs innihalds í umræddum kokteil. Í ljós kom að hann innihélt metanól en ekki etanól sem er það efnasamband sem finna má í áfengum neysluvörum.

Metanól er einnig þekkt sem tréspíri eða viðarspíri og geta afleiðingarnar af neyslu þess verið mjög varasamar. Við niðurbrot metanóls í lifrinni myndast svokölluð maurasýra sem getur valdið hættulegri eitrun, geta afleiðingarnar verði lífshættulegar og valdið blindu eins og tilfelli vinkvennanna.

Alveg ósjálfbjarga

Vinkonurnar ákváðu að freista þess að bíða og sjá hvort einkennin myndu hverfa – enda ómeðvitaðar um alvarleika veikindanna – en ástandið hélt aðeins áfram að versna. „Við vorum algjörlega ósjálfbjarga,“ segir Brianna og bætir við að þær hafi leitað á heilsugæslu en ekki fengið viðunandi þjónustu þar. Þær fóru þá á netið, fundu Facebook-síðu sem heitir Just Don’t Drink Spirits in Bali þar sem þær komust í samband við Ástrala að nafni Colin Ahearn.

Ráðið sem Colin gaf vinkonunum var nokkuð sérstakt; hann hvatti þær til að sturta í sig hreinum Vodka. Þetta ráð var ekki úr lausu lofti gripið því etanólið takmarkar það magn metanóls sem lifrin brýtur niður. Seinkar það oxun metanóls í formaldehýð sem aftur oxast í maurasýruna alræmdu.

Paul Haber, læknir við Royal Prince Alfred-sjúkrahúsið í Sydney, segir að þó það geti gagnast að drekka alvöru áfengi, sem ætlað er til neyslu, eftir neyslu á metanóli sé það ekki endilega skotheld aðferð. Hvetur hann alla þá sem lenda í slíkum aðstæðum að hafa samband við lækni sem getur metið ástand viðkomandi. Vinkonurnar náðu fullri heilsu eftir þetta leiðindaatvik á Balí og þær hafa væntanlega hugsað sig tvisvar um áður en þær pöntuðu sér kokteil aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Í gær

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV