fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Alvarlegar ásakanir á hendur stórum tóbaksframleiðanda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tóbaksframleiðandinn British American Tobacco (BAT) á stóran þátt í að börn í Malaví vinna við tóbaksræktun. Þetta segja 2.000 tóbaksræktendur sem segja að BAT greiði svo lítið fyrir tóbakið að þeir verði að láta börn vinna við ræktun þess.

Tóbaksræktendurnir hafa fengið breska lögmannsfyrirtækið Leigh Day til að aðstoða sig í baráttunni við BAT og munu þeir flytja málið fyrir hæstarétti Bretlands. Oliver Holland, lögmaður hjá Leigh Day, segir að á meðan hagnaður BAT sé gríðarlegur fái bændurnir, sem sjái um það hættulega og erfiða starf að rækta og tína tóbak, nær ekkert í sinni hlut.

Þeir ömurlegu samningar sem bændurnir gera við BAT þýði að þeir þurfi að láta börn hætta í skóla og vinna 10-12 tíma á dag við tóbaksræktunina.

20.000 til 35.000 bændur stunda tóbaksrækt í Malaví. Algengt er að börn vinni þar í landi. Í skýrslu SÞ frá því á síðasta ári kemur fram að allt að 2,1 milljón barna, allt niður í 5 ára, vinni þar í landi.

Bandaríska tollgæslan tilkynnti á föstudaginn að allur innflutningur á tóbaki frá Malaví hafi verið stöðvaður vegna málshöfðunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?