Sunnudagur 19.janúar 2020
Pressan

Skildi ekkert hvaðan vonda lyktin kom: Ekki fyrr en hún opnaði húddið á bílnum – Sjáðu myndirnar

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldu einni í Pittsburgh í Bandaríkjunum brá í brún þegar í ljós kom hvaðan óþefurinn kom sem blossaði upp í fjölskyldubílnum á dögunum.

Holly Persic hafði fundið einskonar brunalykt og heyrt grunsamleg hljóð í bílnum sem hún ákvað að kanna nánar. Hún ákvað að opna húddið þegar hún lagði bíl sínum við bókasafn eitt í Pittsburgh og fékk þá vægt áfall. Undir húddinu var íkornafjölskylda búin að fela valhnetur í hundraðatali – væntanlega sem geymslustað fyrir komandi vetur.

Eiginmaður Holly, Chris, segir við CNN að Holly hafi hringt í hann dag einn fyrir skemmstu og talað um skrýtinn óþef, einskonar brunalykt og grunsamleg hljóð. „Ég sagði henni að opna húddið og þá sendi hún mér þessa mynd,“ segir hann en umrædda mynd má sjá hér að neðan.

Það tók Holly og Chris um klukkutíma að fjarlægja hneturnar og annað sem íkornarnir höfðu dregið með sér undir vélarhlífina. Sem betur fer urðu engar skemmdir á bílnum en íkornarnir þurfa að finna sér betri felustað næsta vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn skar liminn af manni sem nauðgaði eiginkonu hans – Á þyngri refsingu yfir höfði sér en nauðgarinn

Eiginmaðurinn skar liminn af manni sem nauðgaði eiginkonu hans – Á þyngri refsingu yfir höfði sér en nauðgarinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA