Föstudagur 17.janúar 2020
Pressan

Bandaríkin taka á móti mun færri flóttamönnum en áður samkvæmt ákvörðun Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 17:00

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ákvörðun Donald Trump, forseta, munu Bandaríkin taka við 18.000 flóttamönnum á þessu ári. Þetta er minnsti fjöldi flóttamanna, sem Bandaríkin taka við, síðan byrjað var að taka á móti flóttamönnum samkvæmt opinberri aðgerðaáætlun í upphafi níunda áratugarins. Á síðasta ári var tekið á móti 30.000 flóttamönnum.

Í tilskipun sem Trump gaf út á föstudaginn segir hann að fækkun flóttamanna sé „réttlætanleg vegna áhyggna af stöðu mannúðarmála og sé tekin með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi“.

Þetta þýðir að Bandaríkin munu taka á móti 4.000 flóttamönnum frá Írak, 1.500 frá El Salvador, Gvatemala eða Hondúras. 12.500 pláss eru frátekin fyrir fólk sem óttast ofsóknir vegna trúarsannfæringar sinna, þátttöku í pólitísku starfi og af öðrum ástæðum.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði í yfirlýsingu að kjarninn í utanríkisstefnu ríkisstjórnar Trump sé að sú skyldi hvíli á stjórnvöldum að taka ákvarðanir byggðar á raunveruleikanum, ekki óskum. Hægt sé að ná besta árangrinum með því að byggja á beinhörðum staðreyndum.

„Þegar við tökumst á við þau vandamál, sem hrekja flóttamenn frá heimilum sínum, hjálpum við miklu fleira fólki og miklu hraðar en ef við látum það setjast að í Bandaríkjunum.“

Sagði hann einnig.

Á síðasta ári Barack Obama á forsetastóli, árið 2016, heimilaði hann 85.000 flóttamönnum að koma til landsins. Trump skar þá tölu niður í 53.000 á fyrsta ári sínu í Hvíta húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Breivik fékk fyrstu heimsóknina í sjö ár

Breivik fékk fyrstu heimsóknina í sjö ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundurinn þinn er ekki eins gamall og þú heldur

Hundurinn þinn er ekki eins gamall og þú heldur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún sá launaseðil samstarfsmanns síns og varð öskureið

Hún sá launaseðil samstarfsmanns síns og varð öskureið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur gefur peninga á Twitter

Milljarðamæringur gefur peninga á Twitter