Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Pressan

Varð fyrir skelfilegum meiðslum meðan hann svaf

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ethan Landers vissi að eitthvað mikið væri að þegar hann vaknaði við sáran verk í öðrum úlnliðnum nótt eina fyrir skemmstu. Ethan átti Fitbit-snjallúr sem hann svaf með á sér umrædda nótt og reyndist það vera sökudólgurinn.

Ethan var fljótur að átta sig á því að úrið hafði brætt úr sér – hreinlega sprungið –  með þeim afleiðingum að hann hlaut þriðja stigs brunasár. Ethan, sem er búsettur í Iowa í Bandaríkjunum, sagði frá þessu í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli.

„Ég var fljótur að átta mig á því að Fitbit-úrið var hreinlega að bráðna þannig að ég reyndi í örvæntingu minni að ná því af mér,“ segir hann. Eiginkona hans vaknaði við hamaganginn, kveikti ljósið og tókst henni loks að ná úrinu af honum.

Eðli málsins samkvæmt var Ethan sárþjáður enda var tilfinningin eins og úrið væri að brenna í gegnum úlnliðinn á honum. Þau hjónin höfðu samband við hjúkrunarfræðing sem ráðlagði þeim að fara beint á bráðamóttökuna. Eftir skoðun læknis kom í ljós að Ethan þyrfti á húðágræðslu að halda.

Forsvarsmenn Fitbit segjast meðvitaðir um málið og það sé til skoðunar hvað fór úrskeiðis. „Öryggi okkar viðskiptavina er í fyrirrúmi og við tökum þetta mjög alvarlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar
Pressan
Fyrir 5 dögum

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest