fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Pressan

Var með verk í nefinu árum saman – Læknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir fundu orsökina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 07:00

Mynd af höfði mannsins. Mynd:British Medical Journal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman glímdi ástralskur karlmaður við vandamál tengd nefinu. Honum var stöðugt illt í því og hann var sífellt með sýkingar í nefinu og nærliggjandi svæðum. Á endanum ákvað hann að leita hjálpar og fór á sjúkrahús. Óhætt er að segja að niðurstöður rannsókna lækna þar hafi verið óvæntar.

Skýrt er frá málinu í vísindaritinu British Medical Journal. Fram kemur að maðurinn, sem er 48 ára, hafi leitað aðstoðar á Westmead sjúkrahúsinu í Sydney. Þar voru teknar myndir af nefinu. Á þeim sáu læknar að einhverskonar „massi“ var í hægri nös mannsins. Þessi massi var 19 millimetrar á hæð og 11 millimetrar á breidd.

Maðurinn sagði læknum að hann hefði árum saman átt í vandræðum með hægri nösina sem honum fannst oft vera stífluð eða þjökuð af sýkingum. Þetta hafði oft í för með sér að hann fékk höfuðverk.

Læknar ákváðu því að rannsaka þetta betur og fékk maðurinn staðdeyfingu á meðan læknarnir fóru á „veiðar“ í nösinni. Þaðan fjarlægðu þeir „massífan gráan massa“. Þessi „massi“ reyndist vera gúmmíhylki sem innihélt plöntuleifar sem reyndust vera kannabis.

Þegar manninum voru færð þessi tíðindi vissi hann um leið hvað hafði gerst. Fyrir 18 árum sat hann í fangelsi. Þegar unnusta hans heimsótti hann dag einn smyglaði hún hylki með kannabis í til hans. Til að fela það fyrir fangavörðunum setti hann hylkið í nösina. Þegar hann ætaði síðan að taka hylkið úr nösinni fann hann það ekki. Hann sagði læknunum að hann hefði talið að hylkið hefði farið alla leiðina í gegnum nösina og hann hefði óafvitandi gleypt það. Hann gleymdi þessu síðan.

En hann hafði greinilega ýtt hylkingu svo langt upp í nösina að það sat fast og hafði með árunum valdið fyrrgreindum verkjum í nefinu og nærliggjandi svæðum. Eftir að hylkið var fjarlægt hurfu verkirnir með öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu
Fyrir 2 dögum

Örtröð við Hreðavatn um helgina

Örtröð við Hreðavatn um helgina
Fyrir 5 dögum

Bubbi búinn að sjá þrjá í Laxa í Kjós

Bubbi búinn að sjá þrjá í Laxa í Kjós
Fyrir 5 dögum

Einstakt tækifæri fyrir veiðimenn

Einstakt tækifæri fyrir veiðimenn