Mánudagur 24.febrúar 2020
Pressan

Hvað er að gerast í Svíþjóð? 30 sprengingar á tveimur mánuðum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 30 sprengjur hafa sprungið í Svíþjóð á undanförnum tveimur mánuðum og það sem af er ári eru þær orðnar um hundrað talsins. Þetta er tvöfalt á við það sem var árið 2018. Breska blaðið Guardian fjallaði um stöðu mála í Svíþjóð og varpaði ljósi á þetta vandamál í sænsku þjóðfélagi.

Svo virðist vera sem mikil ólga ríki í undirheimum Svíþjóðar og eru flestar þessara sprengjuárása raktar til glæpagengja í landinu. Þrír voru handteknir um helgina í Malmö, eftir að sprengja sprakk við fjölbýlishús í borginni snemma á föstudag. Um helgina fylgdu svo tvær sprengingar; annars vegar í bifreið í Växjö, norðvestur af Malmö, og hins vegar í Landvetter skammt frá Gautaborg.

„Það búa tíu milljónir manna í Svíþjóð og ég hef ekki séð viðlíka fjölda í neinu iðnvæddu samfélagi,“ segir Ylva Ehrlin, sænskur sprengjusérfræðingur við sænska ríkisútvarpið, SVT, og á þar við umræddar sprengjuárásir.

Svo virðist vera sem ástandið sé einna verst í Malmö þar sem þriðjungur sprenginganna hafa átt sér stað. Þá hafa nítján sprengjur sprungið í höfuðborginni Stokkhólmi og þrettán í Gautaborg. Þetta eru aðeins sprengjur sem hafa sprungið en þar að auki hafa sprengjusérfræðingar gert 76 sprengjur óvirkar á árinu. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn dáið í sprengjuárás í Svíþjóð á árinu.

„Við höfum verið fáránlega heppin,“ segir Ylva.

Lögregla bendir á að flestar þessara sprengja hafi verið tiltölulega litlar og ýmist beinst að mannlausum byggingum, skrifstofubyggingum eftir lokun eða bílum. Telur lögregla að tilgangur þeirra sé ekki endilega að valda slysum eða meiðslum heldur frekar vekja ótta, til dæmis meðal meðlima gengja sem halda til á umræddum svæðum. Þó er bent á að sumar sprengjanna hefðu getað valdið miklu manntjóni, til dæmis ein sem sprakk í Linköping en 25 slösuðust í þeirri sprengingu.

Í umfjöllun Guardian er einnig bent á að skotárásum sem rakin eru til glæpagengja hafi fjölgað mjög í Svíþjóð. Þannig voru þær aðeins fjórar fyrir tuttugu árum en voru rúmlega 40 árið 2018.

Yfirvöld í Svíþjóð og lögregla hafa þegar kynnt aðgerðir sem miða að því að draga úr ofbeldinu. Þannig mun lögregla fá auknar heimildir til að framkvæma húsleitir og lesa til dæmis textaskilaboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn streyma til Danmerkur – Aldrei fleiri gistinætur

Ferðamenn streyma til Danmerkur – Aldrei fleiri gistinætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti eiginkonu sinni strangar reglur: Ekkert bikiní og engar getnaðarvarnir

Setti eiginkonu sinni strangar reglur: Ekkert bikiní og engar getnaðarvarnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi