fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Pressan

Telur sig hafa verið dæmdan til dauða vegna kynhneigðar sinnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 07:02

Charles Russel Rhines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag á að taka Charles Russel Rhines, 63 ára, af lífi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Hann var dæmdur til dauða 1993 fyrir að hafa orðið Donnivan Schaeffer, 22 ára, að bana þegar hann ætlaði að ræna Dig ´Em Donuts í bænum Rapid. Rhines og lögmenn hans hafa margoft áfrýjað dómnum en þeir telja að Rhines hafi verið dæmdur til dauða vegna þess að hann er samkynhneigður. Kviðdómendur hafi verið haldnir fordómum í hans garð.

Réttarvörslukerfið hefur alla tíð staðið fast á því að dauðadómurinn sé eðlilegur því morðið hafi verið sérstaklega hrottalegt. USA Today skýrir frá þessu.

Eins og fyrr segir hefur málinu margoft verið áfrýjað og hefur farið alla leið til hæstaréttar, síðast fyrir nokkrum dögum. Þá hélt Rhines því fram að kviðdómendur hafi verið haldnir fordómum í hans garð. Lögmenn hans segja að kviðdómurinn hafi sent minnisblað til dómarans þegar þeir voru að ráða ráðum sínum. Á því hafi þeir spurt spurninga varðandi lífstíðarfangelsi. Ein af spurningunum var að sögn lögmannanna hvort fangelsismálayfirvöld myndu leyfa honum „að umgangast aðra fanga“.

USA Today segir að nokkrir kviðdómendanna hafi játað að kynhneigð Rhine hafi komið við sögu í starfi þeirra.

Shawn Nolan, lögmaður Rhines, segir að fordómar í garð samkynhneigðra eigi ekki að leika neitt hlutverk þegar einhver er dæmdur til dauða. Það sé mikið áfall að á engu stigi dómskerfisins hafi sönnunargögnin verið skoðuð, þar á meðal niðrandi ummæli kviðdómenda um samkynhneigða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn frægasti krókódíll heims er dauður

Einn frægasti krókódíll heims er dauður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum
Fyrir 5 dögum

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu