fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Pressan

Hörð gagnrýni á stjórnendur elliheimilis – Dauðvona 98 ára kona mátti bara fá einn gosdrykk á dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lést 98 ára móðir Ann Becker á dvalarheimili aldraðra, Vonsildhaven, í Kolding í Danmörku. Þar greiddi hún 3.500 danskar krónur á mánuði fyrir fæði. Ann taldi að miðað við upphæðina sem móðir hennar greiddi fyrir fæði gæti hún nú fengið nokkra gosdrykki á dag en svo var nú aldeilis ekki.

Móðir hennar var með lungnabólgu, vó aðeins 40 til 45 kíló og borðaði eins og fugl. En hún vildi mjög gjarnan drekka ákveðna gosdrykkjartegund, rauðan gosdrykk.

Fyrir um tveimur vikum var hringt í Ann frá dvalarheimilinu og hún spurð hvort hún gæti keypt nokkrar flöskur af þessum gosdrykk fyrir móður sína.

„Ég sagði: „En hún fær þetta úr eldhúsinu eins og alltaf?“ En nei, konan á hinum endanum sagði mér að það væri hámark á þessu og hún mætti bara fá einn drykk á dag.“

Sagði Ann í samtali við B.T. þessar hömlur voru að sögn settar á því gosdrykkjarneyslan hafi verið komin úr böndunum.

„Ég spurði hana: „Ætlar þú virkilega að segja mér að lungnaveik móðir mín, sem borðar næstum ekkert, megi aðeins fá einn gosdrykk á dag?“ Já, svoleiðis var þetta og síðan varð konan fúl og sagði að ég yrði að kvarta við stjórendur.“

Vonsildhave er í eigu sænska fyrirtækisins Attendo sem rekur fjölda elliheimila í Danmörku. Ditte Korsager, forstjóri Attendo, sagði í samtali við JydskeVestkysten að málið snerist um að elliheimilið fylgdi bara þjónustukröfum Koldingbæjar þar sem kveðið sé á um að boðið sé upp á einn drykk úr flösku á dag.

Søren Rasmussen, sem situr í félagsmálaráði Koldingbæjar, segir þetta sé ekki allskostar rétt því þetta viðmið eigi við um áfenga drykki. Hann ætlar nú að taka málið upp í ráðinu og láta koma skýrt fram í kröfum bæjarfélagsins að þetta eigi aðeins við um áfenga drykki en ekki gosdrykki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Matt Damon fastur á Írlandi í heimsfaraldrinum – Bæjarbúar hjálpuðu honum að forðast fjölmiðla

Matt Damon fastur á Írlandi í heimsfaraldrinum – Bæjarbúar hjálpuðu honum að forðast fjölmiðla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níddur og laminn og segist ekki eiga athyglina skilið

Níddur og laminn og segist ekki eiga athyglina skilið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik
Fyrir 4 dögum

Frábær veiði á Þingvöllum

Frábær veiði á Þingvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kórónuveiran „hverfur“ svo hratt að erfitt er að prófa bóluefni

Kórónuveiran „hverfur“ svo hratt að erfitt er að prófa bóluefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fóru aðeins fram úr sér í ákafanum við að hefja áætlunarflug á nýjan leik

Fóru aðeins fram úr sér í ákafanum við að hefja áætlunarflug á nýjan leik
Pressan
Fyrir 5 dögum

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 5 dögum

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?