Mánudagur 18.nóvember 2019
Pressan

Danir ósáttir við IKEA – „Þið beygið ykkur fyrir múslimum“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IKEA í Danmörku kynnti nýlega vetrarvörur sínar undir vöruheitinu „Vetrarhátíð“. Meðal vörunúmeranna í þessum flokki eru ýmsir hlutir sem fólk tengir yfirleitt við jól, til dæmis jólasveinar og jólatrésfætur. Margir Danir eru vægast sagt ósáttir við þetta og hafa látið í sér heyra á Facebooksíðu IKEA. Á fólk erfitt með að skilja af hverju IKEA notar ekki „jól“ í staðinn fyrir „Vetrarhátíð“.

Meðal þeirra sem hafa látið í sér heyra er Peter Skaarup, þingmaður Danska þjóðarflokksins, en hann gagnrýndi IKEA í Facebookfærslu:

„Á meðan flestir Danir hlakka til að halda upp á hefðbundin dönsk jól er Ikea byrjað að skreyta fyrir „vetrarhátíð“. Svíþjóð og Svíar eru í miklu uppáhaldi hjá mér en hin pólitíska rétthugsun sem streymir frá þessum nágrönnum okkar er farin að vera ansi erfið. Hvað með þig, ætlar þú að halda upp á jólin í desember eða heldur þú vetrarhátíð þann 24. desember?“

Hann á sér greinilega marga skoðanabræður og systur ef marka má skrif annarra:

„Þetta hlýtur að vera algjör uppgjöf fyrir íslam. Þetta heitir JÓL! Jólin eru hátíð, ekki partý. Ég endurtek . . JÓL, ekki „vetrarhátíð“.“

„Kveðjur til IKEA og takk fyrir mörg góð ár . . . Þetta heita JÓL OG EKKI Vetrarhátíð.“

„Af hverju kallið þið jólin vetrarhátíð? Við höldum jól hér í Danmörku. Við höldum jól hér í Danmörku og því munum við halda áfram! Þið beygið ykkur fyrir múslimum og þið hafði nú þegar eyðilagt Svíþjóð! Ég mun aldrei aftur eiga viðskipti við IKEA vegna tvískinnungs ykkar og undanlátssemi við múslima!“

Hjá IKEA er fólk ekki sammála þessari gagnrýni og segir að hér sé ekkert uppgjör við jólin á ferð. Ekstra Bladet hefur eftir blaðafulltrúa fyrirtækisins í Danmörku að hann vísi því algjörlega á bug að ákveðið hafi verið að kalla vörulínuna Vetrarhátíð til að forðast að „stuða“ einhverja hópa. Ekki sé nauðsynlegt að nota orðið jól í tengslum við hana því hér sé um vörur að ræða sem eru notaðar til að fagna þessum árstíma í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Húðlatur Hazard
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity