fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Emmanuel Macron vill ekki taka þátt í „þurrum janúar“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 21:00

Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, er ekki hrifinn af hugmyndum um að þar í landi verði janúar mánuður „þurr“. Það er að segja að mánuðurinn verði notaður til að vekja athygli almennings á þeim hættum sem geta fylgt því að drekka óhóflega mikið áfengi.

Samtök franskra vínframleiðenda eru ekki hrifin af þessari hugmynd og virðist Macron vera sama sinnis. Sky skýrir frá þessu. Hugmyndin að „þurrum janúar“ er sótt yfir Ermasund til Bretlands þar sem almenningur er hvattur til að sleppa því að drekka áfengi í janúar.

Talsmaður samtaka kampavínsframleiðenda sagði í samtali við Vitisphere, sem er tímarit um franska víniðnaðinn, að Macron hafi fullvissað samtökin um að hann styðji ekki „þurran janúar“. Þessi orð lét talsmaðurinn falla í tengslum við fréttir um að franska lýðheilsustofnunin sé að undirbúa herferð fyrir þurrum janúar.

Vínframleiðendur hafa áhyggjur af að verða af miklum tekjum ef herferðin verður sett af stað og segja að iðnaðurinn eigi nú þegar í vök að verjast og ekki bæti herferð sem þessi úr skák.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?