fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Pressan

Sátu saklausir í fangelsi í 13.149 daga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 07:59

Mikill fögnuður braust út við fangelsið. Skjáskot/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn voru Alfred Chestnut, Andrew Stewart og Ransom Watkins látnir lausir úr fangelsi í Baltimore. Þar höfðu þeir setið saklausir í 13.149 daga eða 36 ár. Þeir voru dæmdir fyrir morð á 14 ára pilti 1984.

Mál þeirra var tekið til meðferðar á nýjan leik á síðasta ári og nú hafa yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að skelfileg mistök hafi verið gerð þegar þremenningarnir voru sakfelldir fyrir morðið. CNN skýrir frá þessu.

Það var hinn 14 ára DeWitt Duckett sem var skotinn í hnakkann þegar hann var á leið í skóla 1984. Jakka hans var síðan stolið. Lögreglan gerði fjölda mistaka við rannsókn málsins. Marilyn Mosby, aðalsaksóknari Baltimore, segir að þremenningarnir hafi verið dæmdir því lögreglan og saksóknarar hafi markvisst ætlað að sakfella þessa þrjá svörtu drengi. Önnur ungmenni hafi verið neydd til að gefa rangar upplýsingar við yfirheyrslur.

„Ég lít ekki á daginn í dag sem sigur heldur sem hörmungar og við verðum að axla ábyrgð á þessu.“

Ein stærstu mistökin í rannsókninni voru að sögn að lögreglan og saksóknarar hunsuðu og leyndu mörgum vitnaframburðum sem báru kennsl á fjórða manninn sem morðingjann. Hann lést 2002.

Þremenningarnir voru handteknir á þakkargjörðardaginn 1984 og sátu í fangelsi allar götur síðan þar til þeir voru látnir lausir á þriðjudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Einn sá efnilegasti á unga aldri – Tók heróín 21 árs – „Þá byrjaði helvítið“

Einn sá efnilegasti á unga aldri – Tók heróín 21 árs – „Þá byrjaði helvítið“
Pressan
Í gær

Fæddist með tvo munna

Fæddist með tvo munna
Í gær

Systurnar settu í átta fiska

Systurnar settu í átta fiska
Fyrir 2 dögum

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurá

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hótar að beita hervaldi ef mótmælin verða ekki bæld niður

Trump hótar að beita hervaldi ef mótmælin verða ekki bæld niður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svört kona skotin af lögreglunni – Voru að leita að manni sem var þegar í varðhaldi

Svört kona skotin af lögreglunni – Voru að leita að manni sem var þegar í varðhaldi