fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Stærsti vogunarsjóður heims veðjar á verðhrun á hlutabréfamörkuðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn verður dimmur og kaldur á hlutabréfamörkuðum heimsins ef marka má spá stærsta vogunarsjóðs heims, Bridgewater. Sjóðurinn hefur veðjað rúmlega einum milljarði dollara á að verð á hlutabréfamörkuðum lækki á næstu þremur mánuðum.

Wall Street Journal skýrir frá þessu. Bridgewater er sagt hafa fengið Goldman Sachs og Morgan Stanley, ásamt fleirum, til að veðja á að lykilvísitölur á borð við S&P 500 og Euro Stoxx 50 lækki fyrir 1. mars.

Þetta bendir til að sjóðurinn eigi ekki von á að lausn finnist á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína á næstunni. Þetta stríð hefur staðið yfir mánuðum saman og hefur haldið hlutabréfamörkuðum heimsins í heljargreipum.

En þrátt fyrir að Bridgewater hafi lagt einn milljarð dollara undir þá er það aðeins brot af þeim peningum sem sjóðurinn er með í vörslu sinni en í heildina er hann með um 150 milljarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?