Föstudagur 13.desember 2019
Pressan

Tíu handteknir í umfangsmiklu peningaþvættismáli – Smygluðu tveimur milljörðum úr landi í ferðatöskum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 07:02

Frá aðgerðum bresku lögreglunnar gegn peningaþvætti. Mynd:NCA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á miðvikudagsmorguninn réðst Lundúnalögreglan til atlögu við glæpahring í borginni. Grunur leikur á að hann hafi smyglað um 15 milljónum punda, sem nemur um tveimur milljörðum króna, úr landi í ferðatöskum og hafi peningarnir verið fluttir til Dubai. Hald var lagt á reiðufé, fíkniefni og lúxusbíla á borð við Range Rover, Audi og BMW.

Talsmaður the National Crime Agency (NCA) sagði að meðlimir glæpagengisins væru grunaðir um að vera félagar í „vel skipulögðu samsæri“ um að þvætta milljónir punda sem væru ágóði fíkniefnasölu og smygls á fólki á undanförnum þremur árum.

Gengið er einnig grunað um að hafa smygla 17 innflytjendum til Bretlands síðasta sumar. 41 árs karlmaður, sem er talinn höfuðpaurinn, var handtekinn auk fimm Indverja, eins Frakka og fjögurra Breta á aldrinum 28 til 44 ára.

Samkvæmt frétt Sky komst lögreglan á snoðir um starfsemi glæpagengisins þegar landamæraverðir lögðu hald á 1,5 milljónir punda fyrr á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Svona hættulegt er vinsælt tóbak

Svona hættulegt er vinsælt tóbak
Pressan
Í gær

Framhjáhaldið getur reynst milljarðamæringnum dýrt

Framhjáhaldið getur reynst milljarðamæringnum dýrt
Pressan
Í gær

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG
Pressan
Í gær

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið fyrir bresku konungsfjölskylduna

Enn eitt áfallið fyrir bresku konungsfjölskylduna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast um afdrif mörg þúsund manns í bandarískum stórborgum

Óttast um afdrif mörg þúsund manns í bandarískum stórborgum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings