fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Tíu handteknir í umfangsmiklu peningaþvættismáli – Smygluðu tveimur milljörðum úr landi í ferðatöskum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 07:02

Frá aðgerðum bresku lögreglunnar gegn peningaþvætti. Mynd:NCA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á miðvikudagsmorguninn réðst Lundúnalögreglan til atlögu við glæpahring í borginni. Grunur leikur á að hann hafi smyglað um 15 milljónum punda, sem nemur um tveimur milljörðum króna, úr landi í ferðatöskum og hafi peningarnir verið fluttir til Dubai. Hald var lagt á reiðufé, fíkniefni og lúxusbíla á borð við Range Rover, Audi og BMW.

Talsmaður the National Crime Agency (NCA) sagði að meðlimir glæpagengisins væru grunaðir um að vera félagar í „vel skipulögðu samsæri“ um að þvætta milljónir punda sem væru ágóði fíkniefnasölu og smygls á fólki á undanförnum þremur árum.

Gengið er einnig grunað um að hafa smygla 17 innflytjendum til Bretlands síðasta sumar. 41 árs karlmaður, sem er talinn höfuðpaurinn, var handtekinn auk fimm Indverja, eins Frakka og fjögurra Breta á aldrinum 28 til 44 ára.

Samkvæmt frétt Sky komst lögreglan á snoðir um starfsemi glæpagengisins þegar landamæraverðir lögðu hald á 1,5 milljónir punda fyrr á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjuggu til SOS skilti og var bjargað af eyðieyju

Bjuggu til SOS skilti og var bjargað af eyðieyju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Græðgin varð þeim að falli

Græðgin varð þeim að falli
Pressan
Fyrir 5 dögum

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu