fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ólæst fólk er tvisvar sinnum líklegra til að fá elliglöp

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort fólk kann að lesa eða ekki getur skipt máli þegar kemur að því að forðast að fá elliglöp þegar aldurinn færist yfir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar kanadískra vísindamanna.

Niðurstöður rannsóknar þeirra voru nýlega birtar í tímaritinu Neurology. Fram kemur að þeir hafi rannsakað 938 fullorðna, eldri en 65 ára, sem búa í Washington Heights í New York og hafa ekki lengri skólagöngu að baki en fjögur ár.

Vísindamennirnir heimsóttu fólkið og gerðu margvíslegar rannsóknir á minni fólksins, málnotkun og fleiru. Þeir gerðu einnig elliglapa mat á fólkinu út frá hefðbundnum viðmiðum.

Þeir sem eru ólæsir komu verst út úr prófunum. Þeir sem höfðu hvorki lært að lesa né skrifa reyndust tæplega þrisvar sinnum líklegri til að þjást af elliglöpum en þeir sem geta lesið.

Vísindamennirnir segja að ein af ástæðunum fyrir þessu geti verið að þeir sem læra ekki að lesa séu með minni hugræna starfsemi en þeir sem eru læsir.

Rannsóknin er hluti af langtímarannsókn sem hefur staðið yfir síðan 1992. Vísindamenn hafa á þeim tíma rætt við 6.500 íbúa í Washington Heights þegar þeir voru komnir á efri ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?