Fimmtudagur 12.desember 2019
Pressan

Breskir fjölmiðlar um Andrew prins – „Algjör niðurlæging“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 06:00

Andrew prins í viðtalinu við BBC.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Niðurlægingin er algjör. Þetta var það eina sem hann gat gert.“ Þetta er meðal þess sem hefur verið sagt í breskum fjölmiðlum eftir að Andrew prins, sonur Elísabert II drottningar, tilkynnti á miðvikudagskvöldið að hann hefði óskað eftir að láta af öllum opinberum skyldum sínum. Það gerði hann vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein og ásakana um að hann hefði beitt ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi.

Andrew kom fram í viðtali við BBC á laugardaginn þar sem reyndi að útskýra samband sitt við Epstein sem var eitt sinn dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir hórmang. Eitt af meintum fórnarlömbum Epstein, Virginia Giuffre, sagði árið 2015 að hún hefði þrisvar verið neydd til kynlífs með prinsinum en því neitaði hann í viðtalinu.

En þrátt fyrir að prinsinn hafi nú stigið til hliðar telja margir sérfræðingar að skaðinn sé skeður fyrir bresku konungsfjölskylduna. Í gær skýrðu sumir bresku fjölmiðlanna síðan frá því að Andrew hefði stigið til hliðar eftir að móðir hans og Karl bróðir hans höfðu beitt hann miklum þrýstingi um að gera það.

Jonny Dymond, sérfræðingur BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, sagði að mörgum spurningum væri enn ósvarað um peninga og titla í þessu máli og hvort Andrew muni koma við sögu í frekari rannsókn á málum Epstein.

„En nú er niðurlægingin algjör. Hann fæddist inn í kastljósið en dregur sig nú í hlé frá því og konungsdæmið stendur eftir skaddað.“

Christopher Wilson, sem hefur skrifað margar ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, sagði að Andrew hafi ekki dregið sig of snemma í hlé. Það muni taka mörg ár að bæta það tjón sem hann hafi valdið konungsfjölskyldunni.

Í yfirlýsingu sem Andrew sendi frá sér á miðvikudagskvöldið lýsti hann yfir samúð með fórnarlömbum Epstein, eitthvað sem hann gerði ekki í sjónvarpsviðtalinu. Hann sagðist jafnframt harma samband sitt við Epstein. Hann sagðist einnig reiðubúinn til að aðstoað við rannsóknina á málum Epstein.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Óttast um afdrif mörg þúsund manns í bandarískum stórborgum

Óttast um afdrif mörg þúsund manns í bandarískum stórborgum
Pressan
Í gær

Handtekin fyrir að bíta í getnaðarlim unnustans

Handtekin fyrir að bíta í getnaðarlim unnustans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét gera DNA-rannsókn á ættleiddri dóttur sinni – Niðurstaðan kom öllum í opna skjöldu

Lét gera DNA-rannsókn á ættleiddri dóttur sinni – Niðurstaðan kom öllum í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast að yfir 30 hafi farist í eldgosinu

Óttast að yfir 30 hafi farist í eldgosinu