Þriðjudagur 10.desember 2019
Pressan

Bill Gates er aftur orðinn ríkasti maður heims

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 07:00

Bill Gates er ríkasti maður heims. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn komst Bill Gates, stofnandi Microsoft, aftur á topp listans yfir auðugasta fólk heims. Hann ýtti Jeff Bezos, eiganda netrisans Amazon, þar með niður listann. Eigur Gates nema nú 110 milljörðum dollara samkvæmt samantekt Bloomberg.

Gates sat í toppsætinu í skamma stund í október þegar Amazon tilkynnti að hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um tæplega 28%. En Bezos tók fljótlega framúr á nýjan leik.

Hlutabréf í Microsoft hafa hækkað um tæplega 48% á árinu og það tryggði Gates efsta sætið í síðustu viku.

Auður Bezos er metinn á 108.7 milljarða dollara.

Gates tjáði sig nýlega um auð sinn í tengslum við sérstakan auðlegðarskatt sem sumir þeirra sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðendur demókrata vilja leggja á. Hann sagði þá að hann hafi nú þegar greitt rúmlega 10 milljarða dollara í skatt og það sé í fínu lagi hans vegna þótt hann greiði annað eins til viðbótar.  Ef hann þurfi hins vegar að borga 100 milljarða dollara í skatt verði hann að fara að reikna aðeins út hvað hann á mikið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur
Pressan
Í gær

Örvænting eftir eldgos: Fimm eru látnir og óttast um líf 20 til viðbótar – Myndband

Örvænting eftir eldgos: Fimm eru látnir og óttast um líf 20 til viðbótar – Myndband
Pressan
Í gær

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkonan, börnin og nágrannarnir vissu ekki um leyndarmál hans: „Hann leit á fórnarlömb sín sem rusl“

Eiginkonan, börnin og nágrannarnir vissu ekki um leyndarmál hans: „Hann leit á fórnarlömb sín sem rusl“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sex vikna son sinn

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sex vikna son sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann