fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Pressan

Bill Gates er aftur orðinn ríkasti maður heims

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 07:00

Bill Gates. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn komst Bill Gates, stofnandi Microsoft, aftur á topp listans yfir auðugasta fólk heims. Hann ýtti Jeff Bezos, eiganda netrisans Amazon, þar með niður listann. Eigur Gates nema nú 110 milljörðum dollara samkvæmt samantekt Bloomberg.

Gates sat í toppsætinu í skamma stund í október þegar Amazon tilkynnti að hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um tæplega 28%. En Bezos tók fljótlega framúr á nýjan leik.

Hlutabréf í Microsoft hafa hækkað um tæplega 48% á árinu og það tryggði Gates efsta sætið í síðustu viku.

Auður Bezos er metinn á 108.7 milljarða dollara.

Gates tjáði sig nýlega um auð sinn í tengslum við sérstakan auðlegðarskatt sem sumir þeirra sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðendur demókrata vilja leggja á. Hann sagði þá að hann hafi nú þegar greitt rúmlega 10 milljarða dollara í skatt og það sé í fínu lagi hans vegna þótt hann greiði annað eins til viðbótar.  Ef hann þurfi hins vegar að borga 100 milljarða dollara í skatt verði hann að fara að reikna aðeins út hvað hann á mikið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir lögreglumenn skotnir í Louisville í mótmælum vegna máls Breonna Taylor

Tveir lögreglumenn skotnir í Louisville í mótmælum vegna máls Breonna Taylor
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ruth Bader Ginsburg á viðhafnarbörum í Hæstarétti – Trump lofar tilnefningu á laugardaginn

Ruth Bader Ginsburg á viðhafnarbörum í Hæstarétti – Trump lofar tilnefningu á laugardaginn