fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þekktur kaupsýslumaður handtekinn grunaður um morð á blaðakonu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 07:01

MInnisvarði um Daphne Caruana Galizia. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 lést maltneska blaðakonan Daphne Caruana Galizia, 53 ára, þegar sprengja sprakk í bíl hennar. Henni hafði verið komið fyrir undir bílstjórasætinu. Galizia var þekkt fyrir að fjalla um spillingarmál og skattaskjólsmál.

Á mánudaginn var þekktur maltneskur kaupsýslumaður handtekinn á snekkju sinni grunaður um að hafa staðið á bak við morðið. BBC skýrir frá þessu. Maltneskir fjölmiðlar segja að kaupsýslumaðurinn heiti Yorgen Fenech og hafi verið að reyna að flýja frá Möltu á snekkju sinni þegar hann var handtekinn.

Handtakan kom í kjölfar undirritunar Joseph Muscat, forsætisráðherra, á samningi sem veitti manni, sem var grunaður um morðið, sakaruppgjöf gegn því að hann veitti upplýsingar um hver stóð á bak við það.

The Independent segir að Fenech sé forstjóri fyrirtækjasamsteypu sem vann útboð um byggingu stórrar gasstöðvar fyrir sex árum.

Galizia hafði fjallað um elítuna á Möltu en hún skrifaði meðal annars um mútur, spillingu og skattaskjól. Hún afhjúpaði meðal annars að fyrrnefndur Joseph Muscat forsætisráðherra, hafi þegið mútur frá fólki í Aserbaísjan. Múturnar fékk hann greiddar inn á reikning í skattaskjólinu Panama. Þetta mál þótti stórt hneyksli en samt sem áður sigraði Muscat í næstu kosningum.

Samkvæmt frétt The Telegraph hafði Galizia rannsakað dularfullt fyrirtæki í Dubai, sem tengist Fenech, nokkrum mánuðum áður en hún var myrt. Fyrirtækið er sagt hafa tengsl við marga maltneska stjórnmálamenn. Grunur lék á að fyrirtækið væri notað til að múta stjórnmálamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar