fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

NASA opnar 46 ára gömul jarðvegssýni frá tunglinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 19:30

Buzz Aldrin og bandaríski fáninn á tunglinu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðið ansi langt síðan menn stigu síðast fæti á tunglið en það var þegar áhöfn Apollo 17 heimsótti þennan trúfasta fylgifisk okkar í desember 1972. Áhöfnin tók jarðvegssýni með sér heim til jarðarinnar. Sýnin voru innsigluð og hafa verið í öruggri geymslu hjá bandarísku geimferðastofnunni síðan.

Í fréttatilkynningu frá NASA kemur fram að sýnin hafi verið opnuð þann 5. nóvember síðastliðinn í fyrsta sinn síðan þau komu til jarðarinnar.

Sýnin voru geymd í alla þessa áratugi í þeirri von að tækninni myndi fleygja svo mikið fram að unnt yrði að rannsaka sýnin enn betur en hægt var á áttunda áratug síðustu aldar.

Rannsóknirnar á þeim núna beinast að því að undirbúa rannsóknir og greiningar á sýnum sem á að taka í hinu svokallaða Artemis-verkefni en samkvæmt því á að lenda á tunglinu 2024.

Flest sýnin, sem Apollo geimförin komu með til jarðarinnar, hafa fyrir löngu síðan verið rannsökuð ofan í kjölinn en nokkur voru geymd til síðari tíma eins og áður sagði.

Áætlað er að opna fleiri gömul sýni frá tunglinu í janúar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?