fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Foreldrar í mál við prest vegna þess sem hann sagði í jarðarför sonar þeirra

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar unglingspilts sem svipti sig lífi hafa ákveðið að stefna erkibiskupsdæminu í Detroit í Bandaríkjunum vegna ummæla sem prestur lét falla í jarðarför piltsins.

Presturinn sem um ræðir notaði tækifærið til að velta upp þeirri spurningu hvort pilturinn, hinn átján ára Maison Hullibarger, færi til himna í ljósi þess að hann hafði svipt sig lífi.

„Við áttum bágt með að trúa þessum orðum,“ segir Jeff Hullibarger, faðir Masons í samtali við Detrot Free Press. „Hann stóð þarna uppi og fordæmdi son okkar og kallaði hann í raun syndara. Hann velti því upp hvort sonur okkar hefði unnið fyrir því að komast til himna og notaði orðið „sjálfsmorð“ (e. suicide) sex sinnum.“

Jeff og eiginkona hans, Linda, höfðu farið fram á að athöfnin yrði jákvæð en presturinn, Don LaCuesta, hefði virt þær óskir að vettugi.  „Engir foreldrar, systkini eða fjölskyldumeðlimir eiga að þurfa að sitja undir því sem við þurftum að sitja undir,“ segir Linda.

Erkibiskupsdæmið í Detroit hefur beðist afsökunar á framferði prestsins og tilkynnt að hann muni ekki sjá um jarðarfarir framar. Málið kemur nú væntanlega til kasta dómstóla nema samkomulag um hugsanlegar bætur náist án aðkomu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?