fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Tveir vélsleðamenn neituðu að stöðva þegar þeir voru eltir í þyrlu – Instagram varð þeim að falli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 07:59

Vélsleðamennirnir. Mynd:Statens naturoppsyn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl á síðasta ári eltu starfsmenn norsku náttúruverndarstofunnar tvo vélsleðamenn í tvær klukkustundir í Loppa í Finnmörku. Þyrla var notuð við eftirförina sem stóð í tvær klukkustundir og lauk án þess að sleðamennirnir stoppuðu.  Þeir hunsuðu öll stöðvunarmerki, þar á meðal þegar þyrlunni var lent rétt fyrir framan þá. Þeir létu sig síðan hverfa á brott.

En hinn langi armur laganna hafði síðar upp á þeim og var það Instagram sem varð þeim að falli. Eftirlitsmenn náttúruverndarstofunnar skráðu nefnilega hjá sér öll bílnúmer á bílum og eftirvögnum á bílastæðum á svæðinu. Þeir fundu síðan út hverjir skráðir eigendur bílanna voru og leituðu síðan að þeim á samfélagsmiðlum. Á Instagram fengu þeir svörun og komust þannig að hverjir óku sleðunum umrætt sinn.

Leiðin sem vélsleðamennirnir óku. Mynd:Statens naturoppsyn

Í niðurstöðu þingréttar í Alta segir að enginn vafi leiki á hverjir óku sleðunum umrætt sinn því myndir af þeim hafi verið birtar á Instagram. Ökumennirnir voru dæmdir til að greiða 18.000 norskar krónur í sekt fyrir að hafa ekið án skráningarmerkja og að hafa ekki sinnt stöðvunarmerkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“