fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Reikna með að þessi ljósmynd seljist á 120 milljónir króna

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstök ljósmynd frá árinu 1877 gæti selst á rúmar 120 milljónir króna ef áætlanir uppboðshaldara í Dallas ganga eftir. Myndin er af engum öðrum en William H. Bonney, sem var best þekktur undir nafninu Billy the Kid.

Billy er einn þekktast útlagi sögunnar en á myndinni má sjá hann spila með nokkrum félögum sínum; Richard Brewer, Fred Waite og Henry Brown sem allir tilheyrðu sama genginu. Þetta er aðeins önnur af tveimur myndum sem er til af þessum fræga glæpamanni svo vitað sé.

Billy var 21 árs þegar þessi mynd var tekin en hann var drepinn fjórum árum síðar. Á þessum tíma voru fimmmenningarnir á myndinni eftirlýstir fyrir morð á járnsmiði í Arizona. Og eftir að myndin var tekin er talið að Billy hafi drepið sjö manns til viðbótar, þar á meðal lögreglustjórann í Lincoln-sýslu, William Brady.

Myndin hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í yfir hundrað ár og aldrei birst áður opinberlega. Myndin verður seld hæstbjóðanda í Sofe Design-uppboðshúsinu í Dallas en eins og fyrr greinir er talið að um ein milljón dollara, 123 milljónir króna, fáist fyrir myndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu