fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hraðbankaþjófar fengu samtals 45 ára dóm – Svona stálu þeir tugum milljóna

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm karlar voru á dögunum dæmdir í samtals 45 ára fangelsi fyrir hrinu bíræfinna rána í Bretlandi frá mars 2018 og fram í febrúar á þessu ári.

Mennirnir beindu sjónum sínum einkum að hraðbönkum í Bretlandi þar sem þeir komu fyrir öflugu sprengiefni. Þeir sprengdu hraðbankana, alls 15 talsins, í loft upp og komust undan með upphæð sem samsvarar tæplega 70 milljónum króna.

Lewis Murkin, Philip Clarke, Ryan Wilson og Michael Cash fengu 10 ára dóm hver en fimmti maðurinn, Martin Goldstraw, fékk fimm ára dóm.

Eðli málsins samkvæmt ollu sprengingarnar miklu tjóni og þá tókst lögreglu aðeins að endurheimta níu milljónir króna af ránsfénu.

Mennirnir notuðu gas til að framkalla sprengingarnar og þá stálu þeir bílum sem þeir notuðu við verknaðinn. Þegar sprengingarnar voru afstaðnar notuðu þeir kúbein, axir og önnur tól til að ná peningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“