fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Flugáhafnir hræðast að fljúga með Boeing 737 Max vélunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 06:59

Boeing 737 MAX 8. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist styttast í að hinar umdeildu Boeing MAX 737 flugvélar verði teknar í notkun á nýjan leik víða um heim. Þær hafa verið kyrrsettar síðan síðasta vetur eftir að tvær vélar þessarar tegundar fórust með þeim afleiðingum að á fjórða hundrað manns létust. Boeing er nú að ljúka við uppfærslu á hugbúnaði vélanna sem á að koma í veg fyrir að slys sem þessi geti endurtekið sig. En flugáhafnir hræðast að sögn að fljúga með vélunum.

Samtök bandarískra flugliða, Associatin of Professional Flight Attendats, krefjast upplýsinga um hvað grandaði flugvélunum tveimur og af hverju það þyki nú öruggt að fljúga í vélum þessarar tegundar. Þetta kom fram í síðust viku þegar Lori Bassani, formaður samtakanna, ræddi við Time. Hún sagðist ræða við flugliða daglega sem grátbiðja hana um að koma í veg fyrir að þeir þurfi að fljúga aftur með vélum þessarar tegundar.

„Við viljum vita að það sé algjörlega öruggt að fljúga með vélunum.“

Sagði hún.

Það er mikilvægt að endurvinna traust flugliða og flugmanna á vélunum og það gera stjórnendur Boeing sér ljóst. Fyrirtækið er að skipuleggja fjölda reynslufluga með stjórnarmenn fyrirtækisins, starfsmenn og fréttamenn áður en vélarnar verða teknar aftur í notkun. Talsmaður fyrirtækisins segir að ekki verði byrjað að nota vélarnar fyrr en búið verður að fara í reynsluflug á þeim með flugmenn, flugliða, fjölmiðlamenn og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt