fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

18 mánaða barn lést af völdum næringarskorts – Foreldrarnir grunaðir um manndráp af gáleysi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 18:30

Sheila og Ryan O'Leary

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. september síðastliðinn lést 18 mánaða drengur á heimili sínu í Cape Coral í Flórída. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hann hafi látist af völum ofþornunar og vannæringar. Hann var aðeins 7,7 kíló þegar hann lést.

Móðir hans, Sheila O‘Leary hringdi í neyðarlínuna þegar hún fann drenginn kaldan og líflausan. Eiginmaður hennar reyndi að lífga hann við en án árangurs og var hann úrskurðaður látinn skömmu eftir að sjúkraflutningamenn komu á vettvang.

Þegar lögreglumenn ræddu við Sheila sagði hún þeim að fjölskyldan borði aðeins ávexti og grænmeti. Drengurinn hafði að hennar sögn ekki borðað í eina viku og hafði hún því gefið honum brjóst í eina mínútu skömmu áður en hann lést. Andardráttur hans varð þá veikari og veikari en hún gerði ekkert í því og sofnaði sjálf.

Lögreglumenn tóku eftir því að hin tvö börn hjónanna, þriggja og fimm ára, voru föl og með gulleita húð. Við læknisskoðun kom í ljós að þau voru í neðstu mörkum þess sem telst eðlileg þyngd barna á þessum aldri. Annað þeirra var einnig með svartar tennur.

Í húsinu var einnig 11 ára stúlka sem er dóttir Sheila af fyrra sambandi. Hún var við betri heilsu en systkin hennar því hún fór til föður síns í tvær vikur annan hvern mánuð og fékk meiri næringu af þeim sökum.

Yngri börnunum tveimur hefur nú verið komið í umsjá barnaverndaryfirvalda en elsta stúlkan er flutt til föður síns.

Hjónin eru grunuð um að hafa orðið drengnum að bana og að hafa valdið hinum börnunum skaða með því að sjá ekki til að þau fengju nægilega mikla og góða næringu. Réttarhöld yfir þeim hefjast 9. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?