fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Uppgötvuðu risastóra kjarnorkusprengingu úti í geimnum – Meiri orka á 20 sekúndum en frá sólinni á 10 dögum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 18:00

Tölvugerð mynd af sprengingunni. Mynd:NASA's Goddard Space Flight Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. ágúst á þessu ári kom blossi frá einstaklega öflugri sprengingu í geimnum fram á mælitæki um borð í alþjóðlegu geimstöðinni. Sprengingin átti sér stað á yfirborði leifa sprunginnar stjörnu í 11.000 ljósára fjarlægð.

Það var NICER mælitækið um borð í alþjóðlegu geimstöðinni sem nam þennan einstaka atburð, sem nefnist „Type 1 X-ray burst“ en um gríðarlega öflugan ljósglampa og röntgengeisla var að ræða.

Skýrt var frá þessari uppgötvun nýlega í Astrophysical Journal Letters. Sprengingunni má helst líkja við gríðarlega öfluga vetnissprengingu. Hún kom frá dauðri stjörnu, nifteindastjörnu, og orsakaði gríðarlega mikla geislun. Á aðeins 20 sekúndum losnaði meiri orka en sólin sendir frá sér á 10 dögum.

NICER hefur aldrei áður uppgötvað svo öfluga sprengingu af þessu tagi. En sem betur fer var hún í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að hún hafði engin áhrif hér.

Sprengingin átti sér stað á yfirborði tifstjörnunnar J1808, sem er tegund nifteindastjörnu sem eru leifar af sprengistjörnu. Nifteindastjörnur eru mjög litlar en gríðarlega þungar og þéttar. J1808 er 10-20 km í þvermál en vegur um tvisvar sinnum meira en sólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?