fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Pressan

Myrti unnustu sína og hlutaði líkið í sundur – Skipti um kyn í fangelsinu og er nú komin í kvennafangelsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristoffer Johansson, 23 ára Sví, var dæmdur í tíu ára fangelsi 2014 fyrir að myrða fyrrum unnustu sína, Vatchareeya Bangsuan, og hluta lík hennar í sundur. Eftir að hann hóf afplánun dómsins byrjaði hann í kynleiðréttingarferli og heitir nú Kim Marie Johansson. Nú hafa sænsk yfirvöld veitt henni heimild til að afplána refsingu sína í kvennafangelsi.

Aftonbladet og Expressen skýra frá þessu. Fram kemur að Kim hafi verið flutt í kvennafangelsið Hinseberg síðastliðinn mánudag.

Dag einn árið 2013 fór hin tvítuga Vatchareeya Bangsuan út að hlaupa nærri Boden en skilaði sér ekki heim. Lögreglan hóf umfangsmikla leit að henni. Eftir tveggja vikna leit fundust líkamshlutar hennar dreifðir um skóglendi og nokkrir fundust á eyðibýli. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin til bana og síðan hafði lík hennar verið hlutað í sundur.

Sjónir lögreglunnar beindust fljótlega að fyrrum unnusta hennar, Kristoffer Johansson. Hægt var að tengja hann við morðið vegna blóðbletta sem fundust. Í janúar 2014 var hann dæmdur í 14 ára fangelsi vegna morðsins í undirrétti en hofrétturinn mildaði refsingu hans í 10 ára fangelsi.

Í umsókn sinni um að fá að afplána refsinguna í kvennafangelsi sagði Kim að hún væri orðin þreytt á kynferðislegri áreitni frá samföngum sínum. Hún hafði verið látin sitja í einangrunarklefa til að tryggja öryggi hennar. Beiðni hennar var í fyrstu hafnað en síðan var þeirri ákvörðun breytt og hún er nú komin í kvennafangelsið eins og fyrr segir. Hún á möguleika á að verða látin laus til reynslu þann 24. janúar 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka njósnir Barclays bankans

Rannsaka njósnir Barclays bankans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Freista 8.000 starfsmanna Facebook með nýstárlegu tilboði

Freista 8.000 starfsmanna Facebook með nýstárlegu tilboði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns

Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu
Fyrir 4 dögum

Gleðin er það sem skiptir öllu máli

Gleðin er það sem skiptir öllu máli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt