fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Pressan

FBI afhjúpaði umfangsmikið svindl með tæki frá Apple

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur komið upp um umfangsmikið svindl með tæki frá Apple, til dæmis iPhones og iPads. 11 hafa verið handteknir vegna málsins og þrír eru eftirlýstir. Fólkið tilheyrir skipulögðum, alþjóðlegum glæpasamtökum sem standa á bak við fjölda svikamála, samsæra, þjófnaða á persónuupplýsingum og peningaþvætti í tengslum við svikin með tækin frá Apple. Umfang svikanna hleypur á milljónum dollara.

Þetta kemur fram í ákæru á hendur fólkinu. Þar kemur fram að samtökin hafi flutt rúmlega 10.000 falsaða iPhone og iPad frá Kína til Bandaríkjanna og Kanada. Tækin voru síðan eyðilögð og skipt í verslunum Apple um öll Bandaríkin og Kanada. Í staðinn fyrir fölsuðu og ónýtu tækin fengust ekta tæki frá Apple sem voru síðan flutt úr landi, þar á meðal til Kína, og seld með góðum hagnaði.

Apple tæki eru með raðnúmer og svokallað International Mobile Equipment Identity (IMEI) sem eru einstök númer fyrir hvert og eitt tæki. Í málinu virðast svikahrapparnir hafa sett slík númer af ekta tækjum á þau fölsuðu. Númerin, sem þeir notuðu, tengjast tækjum sem voru seld í Bandaríkjunum og Kanada. Af þessum sökum eru hin handteknu einnig sökuð um þjófnað á persónuupplýsingum.

Apple telur að svikin hafi kostað fyrirtækið að minnsta kosti sex milljónir dollara.

Hin handteknu eru bandarískir ríkisborgarar en fædd í Kína, Víetnam og Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9