fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Pressan

Tveir efnafræðiprófessorar grunaðir um fíkniefnaframleiðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 19:40

Terry David Bateman og Bradley Allen Rowland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir efnafræðiprófessorar í Arkansas í Bandaríkjunum voru nýlega handteknir grunaðir um framleiðslu á metamfetamíni. Þeir starfa báðir við Henderson ríkisháskólann í Arkadelphia.

Í tilkynningu frá Clark County Sheriff‘s Department segir að mennirnir, Terry David Bateman 45 ára og Bradley Allen Rowland 40 ára, hafi verið handteknir á föstudaginn vegna rannsóknar málsins.

Vísindamiðstöð háskólans var lokað 8. október eftir að kvartað var undan skrýtinni lykt. Hún var opnuð aftur 29. október eftir að búið var að gera við lofthreinsibúnað og annað. Prófessorarnir voru báði sendir í leyfi 11. október. Talsmaður háskólans vildi ekki staðfesta hvort prófessorarnir séu grunaðir um að hafa framleitt metamfetamín í húsakynnum háskólans segir CNN.

Málið minnir að vissu leyti á söguþráðinn í þáttaröðinni Breaking Bad þar sem Bryan Cranston lék efnafræðikennara sem hóf að framleiða metamfetamín til að tryggja fjárhag fjölskyldu sinnar eftir að hann greindist með lungnakrabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Katrín svarar Kára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9