fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Pressan

Hrottaleg árás á 18 ára sænskan pilt – Eyra skorið af honum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt þriðjudags réðust um 10 manns á 18 ára sænskan pilt í Landala í miðborg Gautaborgar. Pilturinn var þvingaður inn í bílskúr þar sem árásarmennirnir skáru annað eyra hans af honum. Að því loknu stálu þeir öllu af honum nema nærbuxunum sem hann var í.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að þetta hafi verið ansi óvenjulegt rán. Ekkert bendir til að pilturinn þekki árásarmennina.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Mörg rán hafa verið framin í Gautaborg á undanförnum árum. Frá janúar til september 2015 voru 530 rán framin í borginni en á sama tíma á þessu ári voru þau 713. Talsmaður lögreglunnar segir að ákveðinn hópur stundi það að ræna unga menn sem eru einir á ferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“
Pressan
Í gær

Gamalt viðtal við Díönu prinsessu vekur athygli – Setti fram athyglisverða skoðun

Gamalt viðtal við Díönu prinsessu vekur athygli – Setti fram athyglisverða skoðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa verið myrtur árið 2015: Fannst sprellifandi fimm árum síðar

Var talinn hafa verið myrtur árið 2015: Fannst sprellifandi fimm árum síðar
Fyrir 5 dögum

Hættuleg aðgerð – betur fór en á horfðist

Hættuleg aðgerð – betur fór en á horfðist