Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 07:00

Mukhlis bin Muhammad hýddur. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nótt eina í september komu indónesískir lögreglumenn að karl og konu saman í bíl við strönd eina í landinu. Það er kannski ekki svo frásagnarvert í sjálfu sér en það sem vakti athygli var að hér var ekki um alveg óþekktan karlmann að ræða. Þetta var Mukhlis bin Muhammad, 46 ára, íslamskur trúarleiðtogi í hinu íhaldssama Aceh-héraði.

Washington Post skýrir frá þessu. Fram kemur að konan, sem var með honum, hafi ekki verið konan hans heldur hafi hún verið gift öðrum manni. Í Ache-héraði hefur ströngum sharíalögum verið framfylgt síðan 2005. Þar á meðal er fólki refsað með hýðingum á almannafæri ef það er staðið að framhjáhaldi.

Mukhlis bin Muhammad er ekki aðeins trúarleiðtogi því hann situr einnig í Aceh Ulema-ráðinu sem er ráðgefandi fyrir yfirvöld í héraðinu um hvernig á að taka á ýmsum málum sem eru ólögleg samkvæmt sharíalögum. Þar á meðal eru sambönd samkynhneigðra, áfengisneysla, fjárhættuspil og framhjáhald. Þannig eru lög guðs og alla seka á að hýða og það jafnvel þótt þeir sitji í fyrrnefndu ráði sagði Husaini Wahab, varaborgarstjóri, í samtali við BBC.

Af þeim sökum var Mukhlis bin Muhammad hýddur á almannafæri þann 31. október síðastliðinn. Hann fékk 28 högg en konan fékk 23. Auk þessarar refsingar hefur Muhammad nú verið rekinn úr fyrrnefndu ráði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum