Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir langalöngu reistu forfeður okkar sig upp og byrjuðu að ganga á tveimur fótum í stað fjögurra. Fram að þessu hefur verið talið að þetta hafi gerst fyrir um 4,4 milljónum ára en ný uppgötvun fornleifafræðinga í Þýskalandi bendir til að þetta hafi gerst miklu fyrr. Þar fundust leifar af áður óþekktri apategund, sem hefur fengið nafnið „Danuvius guggenmosi“. Þessi tegund gekk upprétt fyrir 12 milljónum ára, það er að segja átta milljónum ára fyrr en áður var talið.

Þetta kemur fram í grein vísindamannanna, sem unnu að rannsókninni, í vísindaritinu Nature. Fram kemur að þessi tegund hafi ekki gengið um eins og við mennirnir gerum í dag. Tegundin gat ekki farið í langa göngutúra en hún gat vandræðalaust gengið smá spotta á tveimur fótum en hún gat einnig án mikillar fyrirhafnar sveiflað sér í trjám. Tegundin var því jafn sterk í fótum og höndum og er því frábrugðin öðrum apategundum sem við þekkjum því flestir apar eru mun sterkari í höndunum en fótunum.

Vísindamennirnir telja að apar af þessari tegund séu hugsanlega forfeður okkar mannanna, sem lærðu að ganga aðeins á tveimur fótum, og mannapa á borð við simpansa og górilla sem ganga á tveimur fótum en styðja sig með hnúunum.

Kenning vísindamannanna er að menn og þær tegundir sem komu á undan okkur, til dæmis neanderdalsmenn og homo erectus, hafi þróast út frá þessari tegund. Sumir apanna hafi smátt og smátt byrjað að ganga uppréttari en forfeður þeirra og hafi með tímanum orðið að okkur mönnunum. Annað afbrigði tegundarinnar notaði handleggina í miklu meira mæli og þróuðust yfir í nútíma mannapa. Með öðrum orðum telja vísindamennirnir sig hafa fundið sameiginlega forfeður okkar mannanna og mannapa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum