fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Við getum ekki lengur bjargað öllu – Yfirborð sjávar mun hækka næstu aldirnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnvel þótt ríki heims standi við og uppfylli það sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum mun yfirborð sjávar halda áfram að hækka. Þannig munu syndir fortíðarinnar herja á okkur allt næstu þrjár aldir. 150 ára útblástur gróðurhúsalofttegunda mun því hafa langvarandi áhrif.

Þetta sýna niðurstöður nýs reiknilíkans sem var nýlega birt í vísindaritinu PNAS.  Fram kemur að fyrstu 15 árin eftir samþykkt Parísarsáttmálans 2015 munu ein og sér valda því að yfirborð sjávar hækkar um 20 sentimetra.

Samkvæmt sáttmálunum ætla 196 ríki að draga úr losun CO2 til að reyna að halda hnattrænni hlýnun á milli 1,5 og 2 gráða. Bandaríkin hafa þó sagt sig frá sáttmálanum þar sem Donald Trump, forseti, trúir ekki á niðurstöður vísindarannsókna um hnattræna hlýnun.

The Guardian hefur eftir Peter Clark, loftslagsprófessor við Oregon ríkisháskólann, að yfirborð sjávar muni halda áfram að hækka næstu aldirnar. Mannkynið muni aðlaga sig að þessum nýja og dýra lífsstíl sem muni kosta okkur billjónir dollara.

Vísindamennirnir reiknuðu út hvaða áhrif það mun hafa ef aðildarríki sáttmálans fara eftir honum til 2030 og hætta síðan algjörlega að losa gróðurhúsalofttegundir. Samkvæt því sem Climate Action Tracker segir eru það aðeins tvö ríki sem eru nú á réttri leið til að uppfylla markmið sáttmálans. Það eru Marokkó og Gambía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“