fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Þetta eru sex mikilvægustu skrefin til að stöðva loftslagsbreytingarnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 23:30

Það þarf á takast á við loftslagsbreytingarnar. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að koma í veg fyrir verstu mögulegar afleiðingar loftslagsbreytinganna þarf að grípa til harðra aðgerða segir í nýlegri yfirlýsingu 11.000 vísindamanna frá 153 ríkjum sem birt var í vísindaritinu Bioscience Magazine. Í yfirlýsingu þeirra er boðskapurinn nokkuð einfaldur: Jörðin stefnir í átt að hörmungum.

Vísindamennirnir hafa sérstakar áhyggjur af fjölgun mannkyns, aukinni kjötneyslu, eyðingu skóglendis og að sífellt fleiri ferðist flugleiðis. Þeir taka þó fram að góðu fréttirnir séu að fæðingartíðni fari nú lækkandi víða um heim, dregið hafi úr skógarhöggi og sífellt fleiri snúi sér að umhverfisvænum orkugjöfum.

En þróunin er of hæg og dugir engan veginn til að bjarga jörðinni. Vísindamennirnir benda því á sex mikilvæg skref, sem öll tengjast, sem „ríkisstjórnir, fyrirtæki og mannkynið allt geta tekið til að afstýra verstu áhrifum loftslagsbreytinganna“.

Orka

Það verður að setja meiri kraft og hraða í skiptunum úr notkun jarðefnaeldsneytis yfir í umhverfisvænt eldsneyti. Það þarf að bæta orkunýtingu, það jarðefnaeldsneyti sem eftir er í jörðu verður að vera þar áfram og það þarf að stefna á neikvæða CO2 losun með því að nota tækni sem sýgur CO2 úr andrúmsloftinu. Þá þarf einnig að hætta fjárstuðningi við olíu-, gas- og kolaiðnaðinn. Ríkar þjóðir þurfa einnig að hjálpa þeim fátækari við að skipta yfir í umhverfisvæna orkugjafa.

Skammlífir mengunarvaldar

Draga þarf úr losun á skammlífum mengunarvöldum en þar nefna vísindamennirnir til dæmis metan og sót til sögunnar. Ef það er gert er hugsanlega hægt að draga úr hnattrænni hlýnun um helming á næstu áratugum og hægt verður að bjarga milljónum mannslífa vegna minni loftmengunar.

Náttúran

Það þarf að stöðva það mikla tap líffræðilegs fjölbreytileika sem nú stendur yfir. Það þarf að vernda vistkerfin og enduruppbyggja þau. Það þarf að vernda skóga og hefja umfangsmiklar stækkanir á skóglendi.

Matur

Við þurfum að færa okkur meira yfir í að borða grænmeti og ávexti og draga úr kjötneyslu. Með því er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þar á meðal metani, umtalsvert. Einnig þarf að draga úr matarsóun.

Efnahagsmál

Það er þörf á hagkerfum sem eru ekki drifin áfram af hagvexti á kostnað vistkerfanna. Þess í stað þarf að einblína á sjálfbærni og við þurfum efnahag sem byggist ekki á losun CO2.

Mannfjöldi

Það þarf að ná jafnvægi í mannfjölda á jörðinni og helst þarf fækka jarðarbúum með tímanum. Af þessum ástæðum eiga allir að hafa aðgang að getnaðarvörnum og þarf að tryggja jafnt aðgengi kynjanna að þeim sem og jafnan aðgang þeirr að menntun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“