fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Leik lokið – Kínversk börn mega ekki spila netleiki eftir klukkan 22

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 23:00

Ekkert Fortnite eftir klukkan 22. Mynd:Epic Games

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og víða annarsstaðar í heiminum hafa Kínverjar áhyggjur af þeim mikla tíma sem börn og ungmenni eyða fyrir framan tölvuskjáinn. Nú ætlar hinn alsráðandi kommúnistaflokkur að setja hömlur á þetta því í nýrri reglugerð er kveðið á um að börn undir 18 ára aldri megi ekki spila tölvuleiki á netinu á milli klukkan 22 og 8 næsta morgun.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta gildi um spilun á leikjasíðum. Reglurnar kveða einnig á um að börn mega aðeins spila í 90 mínútur á netinu á virkum dögum en í þrjár klukkustundir um helgar og í fríum. Einnig verður sett þak á hversu mikla peninga börn mega millifæra inn á reikninga leikjasíða.

Kína var þar til nýlega stærsti markaður heims fyrir tölvuleiki en Bandaríkin hafa nú tekið framúr vegna margvíslegra hamla sem kínversk stjórnvöld hafa sett á tölvuleikjaspilun landsmanna að því er segir í skýrslu frá Newzoo greiningarfyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“