Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Leik lokið – Kínversk börn mega ekki spila netleiki eftir klukkan 22

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 23:00

Ekkert Fortnite eftir klukkan 22. Mynd:Epic Games

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og víða annarsstaðar í heiminum hafa Kínverjar áhyggjur af þeim mikla tíma sem börn og ungmenni eyða fyrir framan tölvuskjáinn. Nú ætlar hinn alsráðandi kommúnistaflokkur að setja hömlur á þetta því í nýrri reglugerð er kveðið á um að börn undir 18 ára aldri megi ekki spila tölvuleiki á netinu á milli klukkan 22 og 8 næsta morgun.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta gildi um spilun á leikjasíðum. Reglurnar kveða einnig á um að börn mega aðeins spila í 90 mínútur á netinu á virkum dögum en í þrjár klukkustundir um helgar og í fríum. Einnig verður sett þak á hversu mikla peninga börn mega millifæra inn á reikninga leikjasíða.

Kína var þar til nýlega stærsti markaður heims fyrir tölvuleiki en Bandaríkin hafa nú tekið framúr vegna margvíslegra hamla sem kínversk stjórnvöld hafa sett á tölvuleikjaspilun landsmanna að því er segir í skýrslu frá Newzoo greiningarfyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum