fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
Pressan

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 18:00

Michael Bloomberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið haft á orði um þá sem sækjast eftir tilnefningu sem næsti forsetaframbjóðandi bandaríska demókrataflokksins að þá skorti persónutöfra. En nú er kominn frambjóðandi sem getur hugsanlega staðið undir væntingum um frambjóðanda með mikla persónutöfra. Það er Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóri í New York, sem skilaði inn framboði til forkosninganna í Alabama rétt áður en frestur til þess rann út á föstudaginn.

„Við verðum nú að ljúka verkefninu og tryggja að Trump verði sigraður en Michael hefur vaxandi áhyggjur af að núverandi frambjóðendur geti það ekki.“

Sagði Howard Wolfson, ráðgjafi Bloomberg, í samtali við Wall Street Journal á föstudaginn. Þetta voru ekki ummæli frá einhverjum fúlum karli úti í bæ heldur frá nánum ráðgjafa Bloomberg og fréttin um væntanlegt framboð Bloomberg breiddist hratt út í Bandaríkjunum.

Bret Baier, fréttamaður á hinni íhaldssömu Fox News sjónvarpsstöð, sagði þetta í raun vera vantrauststillögu á alla þá sem hafa boðið sig fram í forvali demókrata.

Bloomberg er ekki bara hver sem er í bandarískum stjórnmálum og efasemdir hans um hina frambjóðendurna eru eitthvað sem margir deila með honum. Þrátt fyrir að þeir 17 frambjóðendur, sem eftir eru, séu af báðum kynjum og ýmsum kynþáttum og með fjölbreyttar pólitískar skoðanir þá hefur enginn þeirra skorið sig úr fyrir persónutöfra. Joe Biden, fyrrum varaforseti, hefur staðið best að vígi til þessa en hann nýtur mikillar virðingar innan flokksins en hann hefur ekki þótt traustvekjandi í kosningabaráttunni. Elizabeth Warren og Bernie Sanders eru stórhuga en ekki er víst að þau geti tryggt sér stuðning meirihluta Bandaríkjamanna.

Ef Bloomberg lætur til skara skríða og tekur slaginn af fullum krafti getur það gjörbreytt baráttunni en flestir telja þó ólíklegt að hann muni bera sigur úr býtum. Hann var borgarstjóri í New York í 12 ár og var mjög vinsæll. Afrekaskrá hans í viðskiptalífinu er glæsileg en eignir hans nema rúmlega 50 milljörðum dollara en til samanburðar má nefna að auður Donald Trump er um 3 milljarðar dollara.

Ólíkt Trump, sem erfði mikinn auð frá föður sínum byggði Bloomberg sinn auð upp sjálfur frá grunni.

Niðurstöður skoðanakönnunar Fox News í síðasta mánuði sýndu að 8 prósent kjósenda demókrata myndu styðja Bloomberg.

En Bloomberg hefur marga veikleika. Hann er 77 ára og verður því næstelsti frambjóðandinn ef hann tekur slaginn. Það þykir ekki gott í flokki sem þráir endurnýjun. Hann tilheyrir miðjunni í flokknum en þar eru margir fyrir. Þá finnst kjósendum demókrataflokksins það enginn kostur að hann sé milljarðamæringur og vel tengdur í viðskiptalífinu.

„Milljarðamæringarnir eru hræddir og þeir hafa fulla ástæðu til að vera hræddir.“ Tísti Bernie Sanders sem, eins og Elizabeth Warren, vill taka upp auðlegðarskatt á ríkustu Bandaríkjamennina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni
Pressan
Í gær

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Pressan
Í gær

89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“

89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“
Pressan
Í gær

Fundu „risarottu“ í holræsinu

Fundu „risarottu“ í holræsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íslamska ríkið í sókn í Afríku

Íslamska ríkið í sókn í Afríku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður Bandaríkjaþings virðist hafa fengið heilablóðfall í beinni útsendingu

Fyrrum þingmaður Bandaríkjaþings virðist hafa fengið heilablóðfall í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum